25. des. 2009

Félag Íslenskra Læknanema í Danmörku - FÍLD - www.fild.dk

Loksins er kominn upp ný heimasíða fyrir Félag Íslenskra Læknanema í Danmörku. Gamla heimasíðan okkar datt niður fyrir löngu og ekki tókst að bjarga henni, c´est la vie =)

En það tókst að endurvekja allra fyrstu heimasíðuna okkar öllum til mikillar gleði. Nýja heimasíðan er ekki ennþá fullkláruð en nú þegar finnast ýmsar hagnýtar upplýsingar. Það er verið að vinna hörðum höndum að bæta innihald hennar og svo í framtíðinni ef stefnan að hafa upplýsingar um allt sem tengist læknisfræðinni í Danmörku. Sérstaklega verður hægt að finna upplýsingar um umsóknarferlið fyrir Íslendinga sem hafa áhuga á læknisfræðinni í Danmörku, skólanna þrjá sem hægt er að hefja læknanámið í DK og eiginlega allt annað sem okkur dettur í hug =)

Nýja heimasíðan er -> www.fild.dk

8. feb. 2009

Klisjur

Í kvöld var myndin Alien vs. Predator sýnd í sjónvarpinu og við áhorf á henni með öðru auganu var ég áminntur enn og aftur á það hvað hollywood framleiðendur eru gjörsamlega blindir gagnvart þessum (sínum eigin) klisjum sem virðist vera svo óendanlega erfitt að losna við úr kvikmyndum.

Tökum þessa mynd bara sem dæmi. Í raun erum við með gæðaefni til að vinna með í því skyni að gera góða spennu/stráka/geim/skrímsla-mynd. Við erum með tvær af þekktustu og vinsælustu geimverum sem hafa verið kynntar hingað til í kvikmyndum. Samtals 6 kvikmyndir hafa áður verið gerðar með þeim, sérstaklega hafa Alien myndirnar verið vinsælar en Predator myndirnar hafa frekar öðlast svona örlítin „költ“ status frekar en að vera almennt vinsælar. Einnig hafa verið gerðir tveir tölvuleikir (Alien vs. Predator 1 & 2) þar sem þessum geimverum plús heppnum hermönnum hafa verið splæst saman í einhvern aktion pakka.

Það var eftir útgáfu tölvuleikjanna sem 1. kvikmyndin kom út og þess vegna bjóst ég við andrúmslofti sem líktist þeim meira...bara ef það hefði verið svo, myndirnar tvær hefðu orðið svo miklu betri.

En „pointið“ er að margt af efninu var búið að kynna og margir könnuðust við, það þýðir að hellingur af kynningarvinnu væri búið að vinna fyrir mann ásamt búið að koma upp fullt af aðdáendum. Þetta á ekki að geta klikkað, sem framleiðandi ertu með allt sem þú þarft til að gera frábæra kvikmynd. Bæði til að græða pening, gera frábæra kvikmynd, frama þínu orðspori og fyrirtækisins og bara reyna gera eitthvað virkilega frumlegt og flott!

En hvað gerist?

Handritið er minna virði en restin af klósettpappírsrúllunni minni, persónusköpunin er álíka djúp og í leikriti í 7. bekk og ógeðis klisjur koma oftar fyrir en ölvunarakstur hjá Robert Downie Junior. Hvað er málið að gellan og Predatorinn bonda í myndinni? Ég hélt að ég ætlaði að æla þegar þau tvö hlupu hlið við hlið í dramantísku slow motion atriði. Bara ef ég væri ekki svona mikill fan af þessu helvíti...þá hefði ég ekki horft á þetta :)

Af hverju er svona erfitt að skapa frumlega, flotta og tímalausa mynd? Af hverju þarf góði gæinn alltaf að vinna?

Auðvitað er það útaf því að framleiðendurnir hugsa aðeins útfrá peningum og vilja bara gera myndir útfrá reynsluformúlu sem skilar oftast gróða. En djöfull er það pirrandi.

Sjáið The Usual Suspects. Ein af þeim fáum myndum sem vondi gæinn vinnur sem mér dettur í hug en á sama tíma er þetta ein sú besta mynd sem hefur verið gefið út og flestir kannast við. Þessi hollywood formúla er ekki eina leiðin, það er búið að sýna fram á það!

Pirr pirr...

31. jan. 2009

Laugardagsbjórinn

Laugardagsbjórinn opnaður og rólegt kvöld framundan.

Hvað ætli ég geti bloggað lengi áður en einhver fatti að ég er byrjaður aftur?

30. jan. 2009

Bloggedíblogg

Nú hef ég ekki bloggað í ár og aldir.

Ég enda alltaf í svona sumarpásum í blogginu og það tekur alltaf smá tíma að finna andann aftur og það tekur oft mislangan tíma. Núna er ég loksins að finna hann aftur, eða a.m.k. lystina til að blogga sem ég tel vera mikilvægast.

Það er mikið búið að fara í taugarnar á mér síðustu vikum þegar maður les hvað er að gerast í heiminum. Ísrael heldur áfram í ruglinu og enginn gerir neitt við því nema gefa út örlitlar yfirlýsingar sem skipta engu máli, kreppan nauðgar okkur áfram á óheilögum stöðum og svo mætti lengi áfram telja.

Mér fannst frábært að Obama vann í BNA, ég fylgdist með kosningabaráttunni og ég hélt sjálfur að BNA voru ekki tilbúin fyrir svartan forseta, en mikið var ég glaður að hafa rangt fyrir mér þar. Ég skildi samt aldrei af hverju McCain fékk svona mikið fylgi. Hann var alltof gamall og mér fannst hann ekki koma vel út í viðtölum, hann var ekki að hugsa sjálfsstætt heldur að segja það sem fólk bjóst við að heyra (t.d. fólkið bakvið hann með peninganna). Svo var kosningabaráttan hans einsog rússíbani sem endaði úti í skurð með því að velja Palin og taka Joe the plumber að sér. Mér finnst bara ótrúlegt hvað hann fékk mörg atvæði og ég veit ekki alveg hvernig ég á að túlka það.

Er svona rosalega mikið af hálfvitum þarna með kosningarétt? Er stjórn sem væri kosin af hálfvitum ekki hálfvitar líka? Sjá t.d. síðustu átta ár þarna úti. Talandi um það þá er ég svo feginn að Bush er farinn. Ég er ennþá að reyna skilja það hvernig hann náði að vera kosinn annað kjörtímabil, kaldhæðni örlaganna er það besta sem mér dettur í hug.

Held að ég haldi áfram með bjórinn minn á þessu föstudagskvöldi, bið að heilsa í sinni og takk fyrir lesturinn ef það er einhvern sem les þetta lengur :)


20. okt. 2008

Nothing

Djöfull er þetta pirrandi video hérna að neðan, það vill ekki halda sér í réttri stærð...greinlega með eitthvað mikilmennskubrjálæði.

Þess vegna ætla ég að ýta því niður með því að skrifa þetta bull hérna.

































































































Þetta er örugglega eitt það besta blogg hjá mér til þessa :)

11. okt. 2008

Heimsmet? Nei!

Okay, gaurinn ætlar að setja heimsmet í að brjóta kókoshnetur með hendinni á sér en það gengur ekki alveg einsog hann hafði hugsað það. Þetta er klassík.

27. sep. 2008

In your face!

Fann annað myndband sem ég varð bara að setja inn.

Mjög truflað lið

Þetta er örugglega með því klikkaðasta sem ég hef séð. Tvær sænskar konur (tvíburar) sem ætla ekkert að gefast upp á að reyna drepa sig með því að hlaupa fyrir bíla á hraðbraut í Englandi. Einsog ég segi...vááá hvað þetta er truflað lið.