21. apr. 2007

Allt og ekkert

Já það er s.s. allt og ekkert að frétta af mér þessa daganna.

Nei bíðið....við nánari tilhugsun þá er ekkert að frétta.

Ég fann litla blaðagrein sem ég hafði rifið úr fréttablaði fyrir örugglega mánuði síðan...hún hafði grafist undir einhverju drasli hérna á skrifborðinu.
Anyways...af hverju ætti ég að rífa einhverja blaðagrein úr blaðinu? Jú ég var harðákveðinn í því að blogga um þessa grein um leið og ég kæmi heim úr skólanum! Það var víst aðeins lengri biðtími en ég hafði búist við :)

Anyways...(af hverju er ég að segja anyways, ég segi aldrei anyways?)

.....Anyways, hérna í Danmörku er gjörsamlega hægt að taka kúrsa í öllu og fá menntun í nánast hverju sem er...og út af því þá er oft ekki hægt að fá vinnu á mörgum sviðum ef maður hefur ekki rétta menntum og plöggin til að sanna það (en það skiptir ekki máli núna). Hér getur maður menntað sig í kassaafgreiðslu í verslun t.d. og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hélt að ég hefði séð botninn í þessum málum, en annað kom sko upp á teninginn.

Anyways (svona af því að maður er byrjaður í þessu þá verður maður að gera þetta með stæl)...þá er verið að kynna í þessari grein splunkunýjan kúrs sem á að leiðbeina umönnunarfólki aldraða í "kynlífsleiðbeiningu heilaskaðaða". Markmiðið kúrsins er að kenna ummönnunarfólki hvernig á að hjálpa öldruðum og heilasköðuðum í að stunda kynlíf saman. Það er víst oft erfitt og þess vegna er nauðsynlegt að hafa starfsmann til staðar til að hjálpa til og þá þarf auðvitað að hafa menntaðan einstakling til að allt gangi vel.

Kúrsinn fór fram í Hammel og kostaði 12.500 DKK (ca. 150.000 ISK) fyrir hvern þátttakenda...einhverjir sem bjóða sig fram?

17. apr. 2007

Sól og blíða

Já í gær fór hitinn upp úr öllu veldi og við tókum á það ráð að skella okkur út í blíðuna og spila gamalt víkingaspil "Kubbs". Og ég held að ég nefni ekkert hvernig þetta endaði...annars gæti ég ekki fengið neitt að borða næstu 2 vikur :)

Hvernig er annars veðrið á Íslandi??

Svo fór ég að spá hversu mikið af efni ég væri virkilega að nota fyrir 2 ársprófin sem ég er að fara í núna í vor...vísindamaðurinn ég tók mér pásu frá lærdómnum og safnaði saman öllu því drasli sem ég er að nota (og það sem ég á að nota). Útkoman var alveg ágæt fannst mér.


Hildur að reyna fella kubbana mína...gengur ekki alveg nógu vel :)


Þvílík tækni!


Hversu nálægt getur maður verið að fella kubb af 8 metra færi?


Hvað segið þið...nóg efni í 2 próf? Nei nei, hvaða rugl, bætum aðeins á þetta!