26. jún. 2005

Hólmgangan nálgast

Kæru lesendur, það er búið að skora mig á hólm, í hverju? Jú engu öðru en kexáti!
Hildur segist vera handviss um að hún geti sigrað mig í kexáti sama hversu mikið ég vara hana við, ég held að þetta sé spurning um stolt hjá stelpunni. Þar sem ég er sannur kexáhugamaður og var farinn að stúta heilum homeblest pökkunum fyrir 5 ára aldur þá held ég að þessi keppni fari aðeins í einn farveg.
Reglurnar eru eftirfarandi:
1. Hver fær einn homeblest pakka og einn toffepops pakka.
2. Eitt mjólkurglas eða svali eru leyfileg hjálpartæki, engin önnur.
3. Sá sem klárar fleiri kex á 1 min 40 sek vinnur.
4. Bannað er að troða kexum upp í sig rétt áður en tíminn rennur út. Aðeins má byrja á nýju kexi þegar hið fyrra er horfið ofan í maga.
Þetta stefnir í stórspennandi keppni, tekið er við veðmálum síma 695-1357, ekki missa af þessu einstaka tækifæri!
Úrslit hólmgöngunnar verða tilkynnt hér á þessari síðu innan skamms.

17. jún. 2005

Öll vötn renna til Íslands

Já þá er maður loksins á heimleið eftir fyrsta hlutann í ævintýrinu hérna í Danmörku. Þetta eru búnir að vera ótrúlegir 10 mánuðir hérna úti alveg frá því að við Hildur vorum ráfandi í miðbænum allan daginn leitandi okkur að íbúð (og gátum ekki talað orð í dönsku) frá því að þessu lauk í 3 mánaða próflestri sem loksin kláraðist í síðustu viku.
Já þetta eru búnir að vera ótrúlegir tímar, oft verið erfiðir en það hefur aðeins gert mann sterkari og reyndari. En nú bíður Ísland eftir mér og ég get ekki beðið að koma heim og sjá alla aftur, byrja vinna, æfa og njóta þess að tala íslensku allan daginn :)
Ég kem heim eftir miðnætti á laugardaginn og það fyrsta á dagskránni á sunnudaginn verður að kíkja á Leiknir-KR uppá Leiknisvelli í bikarnum.
Þetta þýðir einnig að einbúalífinu sé að ljúka......Guð sé lof fyrir það. Helvíti var Hildur sniðug að fara svona á undan mér, nú þarf ég að þrífa og ganga frá íbúðinni fyrir sumarið....já hún leynir á sér stelpan.
En þá segi ég bara bless í bili og hlakka til að sjá alla á Íslandi :)
Danmörk over and out!

11. jún. 2005

Blogg í læripásu

Ég sá soldið skondna frétt núna rétt áðan í fréttunum. Það var verið að sýna svipmyndir frá einhverju árlegu traktoramóti hér í Damörku. Það voru saman komnir helstu bændur landsins á risatraktorum (svona þrisvar sinnum stærri en svona venjulegir litlir traktorar) og þar var síðan keppt ýmsu eins og hver væri sneggstur að draga einhverja svaka vinnuvél ákveðna vegalengd.
Svo voru sýndir verðlaunahafarnir og þar stóð uppúr öllum grófu bóndaköllunum með tópak í vörunni og vöðvastæltu bóndasonunum lítil tvítug stelpa í jogging galla með gullið.
Ha ha já þetta fannst mér fyndið.
Einnig sá ég í fréttunum að það er hægt hér í Danmörku að læra að vera "dýra-aðstoðarmaður"
...................eða með öðrum orðum afgreiðslumaður í dýrabúð.
Það fannst mér líka fyndið.
Mér finnst margt fyndið þessa daganna.
Hummmm...fyndið

9. jún. 2005

Þetta er nú meira ævintýrið

Já þá er eitt próf eftir og ég er að missa vitið. Það er að fylla upp í þriðja mánuðinn í próflestri dauðans og það er sko ekki vottur af bensíni eftir.
Ég er búinn með stóra anatomiu-prófið og það gekk bara miklu betur en ég bjóst við, er bara nokkuð bjartsýnn að ná. En þá er vefjafræðin eftir og þar eru málin ekki nógu góð hjá mér.
Er að frumlega rúmlega helminginn af 700 blaðsíðna bók og svo endar þetta í munnlegu prófi! Já þetta er nú meira ævintýrið...
Hildur fór heim í fyrradag og síðan þá hefur tekið við einbúalíf, ég og vefjafræðibókin mín fram eftir kvöldum. Einnig hafa núðlusúpur, grillaðar samlokur og kex orðnir mjög góðir vinir mínir.
Ég hlakka bara til að komast heim og slappa af og hlaða batteríin.