8. feb. 2009

Klisjur

Í kvöld var myndin Alien vs. Predator sýnd í sjónvarpinu og við áhorf á henni með öðru auganu var ég áminntur enn og aftur á það hvað hollywood framleiðendur eru gjörsamlega blindir gagnvart þessum (sínum eigin) klisjum sem virðist vera svo óendanlega erfitt að losna við úr kvikmyndum.

Tökum þessa mynd bara sem dæmi. Í raun erum við með gæðaefni til að vinna með í því skyni að gera góða spennu/stráka/geim/skrímsla-mynd. Við erum með tvær af þekktustu og vinsælustu geimverum sem hafa verið kynntar hingað til í kvikmyndum. Samtals 6 kvikmyndir hafa áður verið gerðar með þeim, sérstaklega hafa Alien myndirnar verið vinsælar en Predator myndirnar hafa frekar öðlast svona örlítin „költ“ status frekar en að vera almennt vinsælar. Einnig hafa verið gerðir tveir tölvuleikir (Alien vs. Predator 1 & 2) þar sem þessum geimverum plús heppnum hermönnum hafa verið splæst saman í einhvern aktion pakka.

Það var eftir útgáfu tölvuleikjanna sem 1. kvikmyndin kom út og þess vegna bjóst ég við andrúmslofti sem líktist þeim meira...bara ef það hefði verið svo, myndirnar tvær hefðu orðið svo miklu betri.

En „pointið“ er að margt af efninu var búið að kynna og margir könnuðust við, það þýðir að hellingur af kynningarvinnu væri búið að vinna fyrir mann ásamt búið að koma upp fullt af aðdáendum. Þetta á ekki að geta klikkað, sem framleiðandi ertu með allt sem þú þarft til að gera frábæra kvikmynd. Bæði til að græða pening, gera frábæra kvikmynd, frama þínu orðspori og fyrirtækisins og bara reyna gera eitthvað virkilega frumlegt og flott!

En hvað gerist?

Handritið er minna virði en restin af klósettpappírsrúllunni minni, persónusköpunin er álíka djúp og í leikriti í 7. bekk og ógeðis klisjur koma oftar fyrir en ölvunarakstur hjá Robert Downie Junior. Hvað er málið að gellan og Predatorinn bonda í myndinni? Ég hélt að ég ætlaði að æla þegar þau tvö hlupu hlið við hlið í dramantísku slow motion atriði. Bara ef ég væri ekki svona mikill fan af þessu helvíti...þá hefði ég ekki horft á þetta :)

Af hverju er svona erfitt að skapa frumlega, flotta og tímalausa mynd? Af hverju þarf góði gæinn alltaf að vinna?

Auðvitað er það útaf því að framleiðendurnir hugsa aðeins útfrá peningum og vilja bara gera myndir útfrá reynsluformúlu sem skilar oftast gróða. En djöfull er það pirrandi.

Sjáið The Usual Suspects. Ein af þeim fáum myndum sem vondi gæinn vinnur sem mér dettur í hug en á sama tíma er þetta ein sú besta mynd sem hefur verið gefið út og flestir kannast við. Þessi hollywood formúla er ekki eina leiðin, það er búið að sýna fram á það!

Pirr pirr...