31. jan. 2007

Þunglyndi (uppfært)

Ég mætti ekki í skólann í dag...

--------------------------------------------------------------------------------------------

En ég fór hins vegar á æfingu seinna í dag. Ég var líka á báðum áttum hvort ég ætti að fara á æfingu líka, var heldur ekki spenntur að hitta alla þessa dani, en ég skellti mér. Að sjálfsögðu var það fyrsta sem ég heyrði var DANMARK!!! Einn strákurinn kom inn í klefa hrósandi sigri, ég var ekki ánægður, brosti bara og þagði.

Og það koma seinna í ljós þegar æfingin var byrjuð að ég hefði ekki getað fengið betri útrás! Hvað er betra en að fá að sparka að vild í fullt af dönum eftir svona leik! Ég naut þess. Í hverju sparki hugsaði ég:

Af hverju fór boltinn í stöngina...og dúndraði í danann
Af hverju skoruðu þeir á síðustu sekúndu...og dúndraði í danann
Af hverju varði Kasper Hvidt eins og brjálæðingur...og dúndraði í danann
Af hverju varði okkar markmaður ALDREI!....og dúndraði í danann
Hvað var Logi að hugsa þegar hann gaf dönunum boltann í staðinn fyrir að komast 2 mörkum yfir....og dúndraði í danann
Af hverju, af hverju, af hverju!!! .....og sparkaði eins fast og ég gat.

Og þannig var þetta alla æfinguna....og það var gott. Ég tel mig vera í nógu góðu jafnvægi til að fara í skólann á morgunn án þess að slá þann fyrsta niður sem talar dönsku við mig.
Já ég held að ég geri það, ég er búinn að fá mína útrás...djöfull var það gott.

30. jan. 2007

Áfram Ísland!

Góði guð.

Láttu Ísland vinna í kvöld.

Ég get með engu móti mætt í skólann á morgunn ef við töpum og horft á glottin á 200 dönum sem verða með mér á fyrirlestri og hvað þá bekknum mínum.


Leyfðu mér að mæta á morgunn með bros á vör og geta hrósað sigri yfir öllum þeim dönum sem ég mæti.

Strákar, sýnið þessum Dönum að við erum ekkert "bara" litla Ísland lengst úti í hafi, sýnið þeim hvernig á að spila handbolta og sendið þá heim með skottið á milli lappanna. Ef ykkur tekst það þá verð mun dvöl mín á þessu landi vera svo miklu betri það sem eftir er.

Áfram Ísland!!!

Amen.

12. jan. 2007

Fólk er ótrúlegt

Þegar ég horfði á Jay Leno stundum þá voru uppáhaldsatriðin mín þegar hann tók viðtöl við nýútskrifaða stúdenta og spurði þá alls konar spurninga um almenna vitneskju, eitthvað sem allir eiga að vita og jafnvel eitthvað sem þeir eiga pottþétt að kunna þar sem þeir eru nýútskrifaðir.

Og það er alveg ótrúlegt að heyra í hvaða heimi sumt fólk lifir í. Sumir hafa ekki grænan grun hvað er að gerast í heiminum í kringum sig...það er að segja út fyrir bæjarmörkin sem þau búa í...né um sögu síns eigin lands.

En það eru orðin langur tími síðan ég sá svona atriði en um daginn rakst ég á svipað atriði á netinu. Hér er Ástrali að taka viðtöl við fólk í BNA og það er alveg drepfyndið hvað fólk getur verið heimskt.

Ég spyr bara aftur...í hvaða heimi á þetta fólk heima?

2. jan. 2007

Áramótaskaup

Gleðilegt nýtt ár öll sömul og takk kærlega fyrir það gamla.

Þá eru mamma og pabbi lögð af stað heim eftir alveg frábær jól og áramót hérna úti...sem eru líka þau fyrstu ekki á Íslandi...ég vil þakka þeim kærlega fyrir að koma hingað til okkar :)

Ekki var mikið um flugelda hérna, enda hefur maður svo fáránlegan samanburð frá Íslandi...útlendingar sem eru á heima um áramót segja að við erum bara gengin af göflunum! Kannski er eitthvað til í því :)

Ég var fyrir miklum vonbrigðum með áramótaskaupið þetta árið, ekki er það í fyrsta skiptið þegar ég fer að hugsa út í það, en þetta árið fannst mér skaupið vera mjög lélegt. Það voru að sjálfsögðu nokkur mjög skemmtileg atriði, þau þurftu bara að vara fleiri :)

Mér finnst líka kominn tími til að Jón Gnarr dragi sig aðeins í hlé...hann hefur ekki verið fyndin síðan úr fyrstu seríunni í Fóstbræðrum og fannst mér hann vera með lélegustu atriðin í skaupinu.

En hvað finnst ykkur hinum? Ég vil endilega fá comment hjá ykkur og heyra ykkar skoðun.