31. jan. 2007

Þunglyndi (uppfært)

Ég mætti ekki í skólann í dag...

--------------------------------------------------------------------------------------------

En ég fór hins vegar á æfingu seinna í dag. Ég var líka á báðum áttum hvort ég ætti að fara á æfingu líka, var heldur ekki spenntur að hitta alla þessa dani, en ég skellti mér. Að sjálfsögðu var það fyrsta sem ég heyrði var DANMARK!!! Einn strákurinn kom inn í klefa hrósandi sigri, ég var ekki ánægður, brosti bara og þagði.

Og það koma seinna í ljós þegar æfingin var byrjuð að ég hefði ekki getað fengið betri útrás! Hvað er betra en að fá að sparka að vild í fullt af dönum eftir svona leik! Ég naut þess. Í hverju sparki hugsaði ég:

Af hverju fór boltinn í stöngina...og dúndraði í danann
Af hverju skoruðu þeir á síðustu sekúndu...og dúndraði í danann
Af hverju varði Kasper Hvidt eins og brjálæðingur...og dúndraði í danann
Af hverju varði okkar markmaður ALDREI!....og dúndraði í danann
Hvað var Logi að hugsa þegar hann gaf dönunum boltann í staðinn fyrir að komast 2 mörkum yfir....og dúndraði í danann
Af hverju, af hverju, af hverju!!! .....og sparkaði eins fast og ég gat.

Og þannig var þetta alla æfinguna....og það var gott. Ég tel mig vera í nógu góðu jafnvægi til að fara í skólann á morgunn án þess að slá þann fyrsta niður sem talar dönsku við mig.
Já ég held að ég geri það, ég er búinn að fá mína útrás...djöfull var það gott.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

góður........... ha ha ha...
kv eva stóra

Nafnlaus sagði...

halló, Bóas hérna.
Símdruslan mín er í viðgerð og er ekki með nein símanúmer...og er ekki alveg að finna þitt. Ertu nokkuð til í að bjalla í mig við tækifæri.
40 56 13 27
kveðja frá Odense