23. jan. 2006

Heimsáhyggjur

Ég hef áhyggjur af heiminum, hvernig hann er og hvert hann stefnir. Það er hreinlega ofar mínum skilningi af hverju það er svona erfitt að lifa saman í sátt og samlyndi.
Stríð, sjálfsmorðssprengingar, hungursneyðar og hamfarir eru orðin svo algeng orð í fréttum að maður er löngu hættur að kippa sér upp við það þegar maður les fyrirsagnirnar. Ég nenni t.d. ekki að skoða frétt á mbl.is sem tengist sjálfsmorðssprenginu í Ísrael eða Palestínu, ég renni bara yfir þessar fyrirsagnir af því að svona fréttir koma næstum á hverjum einasta degi. Og það er nákvæmlega það sem ég hef áhyggjur af. Aldrei hefði mér dottið í hug að fréttir um sjálfsmorðssprengingar myndu ekki vekja neinn einasta áhuga hjá mér, manni er orðið alveg sama um ástandið í heiminum af því að maður er einfaldlega orðinn vanur þessu...of vanur þessu, annað sem ég bjóst aldrei við. Hvað næst?
Maður myndi nú halda að heimurinn væri kominn aðeins lengra á þessum tíma sem við höfum verið til. Mér líður eins og að ég sé pirraður og vonsvikinn út í mannkynið, næstum búinn að missa alla trú á okkur...ég efast að við munum lifa af.
Váá hvað þetta er eitthvað dimmt blogg hjá mér þegar ég les það yfir, ég er hættur þessu núna...ég reyni að koma með eitthvað skemmtilegt blogg næst :)

20. jan. 2006

Fréttayfirlit

Já nýjustu fréttir eru þær að við munum flytja um miðjan febrúar nær miðbænum og menntasetrunum okkar beggja. Hildur mun njóta þeirra fríðinda að geta labbað í skólann á aðeins 5 min en fyrir mig er það ca 10 min á hjóli eða í strætó, og yfir því er ég ekkert að kvarta.
Annars stefnir á taekwondo veislu hjá mér um helgina því að Norðurlandamótið verður haldið núna um helgina hérna rétt hjá mér. Hér gefst frábært tækifæri til þess að prófa nýjustu græjuna mína. Hildur gaf mér þessa frábæru video-upptökuvél og mun ég nota hana óspart til að ná sem flestum af Íslendingunum keppa og vonandi einhverju djúsí þ.e. ef eitthvað svoleiðis gerist ;)
Ég var að átta mig á því að síðustu blogg hjá mér eru búin að vera frekar dapurleg...nei þau eru búin að vera hreint út leiðinleg. Ég meina síðustu tvær fyrirsagnir hjá mér eru búnar að hafa titilinn Kominn aftur, Jájá og Jæja...sem segir allt um hversu hugmyndaríkur ég er búinn að vera. Og þá rann það upp fyrir mér að ég fæ mínar bestu blogghugmyndir þegar ég er búinn að lesa yfir mig...eða það finnst mér a.m.k.
Það er greinilegt að eftir nógu mikinn lestur þá fer ímyndunaraflið hjá mér fyrst að fljúga. Það er jú allt betra en að lesa eitthvað sem maður nennir ekki að lesa er það ekki? Og það passar þegar ég fer að hugsa út í það, í fyrra þegar ég var oft að lesa yfir mig þá fékk ég oft ótrúlega skemmtilegar hugmyndir sem ég gæti bloggað um (eða mér fannst það a.m.k. þegar mér datt þær í hug). Núna í próflestrinum fyrir jól þá las ég bara það mikið að ég hafði ekki einu sinni tíma til þess að fara á internetið og þar af leiðandi hafði ekki tíma til að blogga um þær "skemmtilegu" pælingar sem mér datt í hug...og þegar ég hugsa betur út í það þá held ég að það sé bara best fyrir alla.
Og ef þetta er rétt hjá mér þá líta næstu mánuðir ekki vel út hjá mér blogglega séð. Þar sem ég er á leiðinni á 3.önn sem er fræg fyrir það að hafa mjööööög lítil lestrarefni og meira afslappelsi þá er ég hræddur um að skemmtanagildið í blogginu mínu verði ansi dapurlegt fram að næstu önn sem byrjar september 2006.
Og af hverju er gaman að blogga, jú af því að annað fólk les það sem maður er að segja og oft skapast skemmtilegar umræður út frá því. Þegar maður bloggar fær maður einfaldlega útrás fyrir einhverri skrýtni þörf til að tjá sig og þess vegna er það algjört skilyrði að fólk les ruglið sem maður er að skrifa.
Og þegar ég er búinn að komast að þessari niðustöðu af hverju í heiminum er ég að skrifa þetta sem ég var að skrifa...því að ég er í raun að segja að ég mun ekki blogga um neitt af viti fyrr en í september 2006! Og það getur ekki verið "good for business"...
Þannig að ég held að það sé best að hætta núna áður en ég fæli fleiri af þeim fáu lesendum í burtu...þannig að ég bið að heilsa í bili :)

12. jan. 2006

Kominn aftur

Já nú er maður loksins kominn aftur eftir smá pásu. Það helsta sem er að frétta af mér er að ég fékk 8 í anatomiu prófinu mínu og er þess vegna að byrja á minni 3. önn núna í lok janúar. Hildur byrjar í sjúkraþjálfun einnig á sama tíma og vonandi flytjum við um miðjan febrúar nær skólunum okkar beggja.
Ég spáði oft í því í próflestrinum mínum í desember hversu skólinn væri miklu auðveldari ef ég myndi námsefnið jafn vel og ég man bíómyndir og hefði sama metnað til að lesa og ég hef í að æfa...ef svo væri þá væri heimurinn svo miklu auðveldari...jaaa a.m.k. fyrir mitt leyti.
Um jólin fékk ég frábært tækifæri að fljúga með Magnúsi vini mínum, flugum við yfir Breiðholtið, fram hjá Bláfjöllum, Nesjavelli, Selfoss, sumarbústaðinn okkar í Grímsnesi, Bakka, lentum í Eyjum og flugum svo beint heim eftir smá stopp þar. Þetta var alveg frábær ferð og ætla ég að enda þetta blogg með nokkrum myndum sem ég tók...og Magnús, takk fyrir flugið ;)

Huummmm.....hvað mun bíða mín í háloftunum

Magnús flugmaður stendur sko fyrir sínu

Breiðholtið góða


Selfoss