23. jan. 2006

Heimsáhyggjur

Ég hef áhyggjur af heiminum, hvernig hann er og hvert hann stefnir. Það er hreinlega ofar mínum skilningi af hverju það er svona erfitt að lifa saman í sátt og samlyndi.
Stríð, sjálfsmorðssprengingar, hungursneyðar og hamfarir eru orðin svo algeng orð í fréttum að maður er löngu hættur að kippa sér upp við það þegar maður les fyrirsagnirnar. Ég nenni t.d. ekki að skoða frétt á mbl.is sem tengist sjálfsmorðssprenginu í Ísrael eða Palestínu, ég renni bara yfir þessar fyrirsagnir af því að svona fréttir koma næstum á hverjum einasta degi. Og það er nákvæmlega það sem ég hef áhyggjur af. Aldrei hefði mér dottið í hug að fréttir um sjálfsmorðssprengingar myndu ekki vekja neinn einasta áhuga hjá mér, manni er orðið alveg sama um ástandið í heiminum af því að maður er einfaldlega orðinn vanur þessu...of vanur þessu, annað sem ég bjóst aldrei við. Hvað næst?
Maður myndi nú halda að heimurinn væri kominn aðeins lengra á þessum tíma sem við höfum verið til. Mér líður eins og að ég sé pirraður og vonsvikinn út í mannkynið, næstum búinn að missa alla trú á okkur...ég efast að við munum lifa af.
Váá hvað þetta er eitthvað dimmt blogg hjá mér þegar ég les það yfir, ég er hættur þessu núna...ég reyni að koma með eitthvað skemmtilegt blogg næst :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hmmm...þú þarft að komast í eina góða próftíð held ég;) híhíhí

Nafnlaus sagði...

Þetta er eins og tala frá mínu hjarta!! :)

Það er óhugnalegt að lesa um allan þennan hrylling án þess að kippa sér upp við það...
Ég held að græðgin sé undirrót alls ills í heiminum, valdagræðgi og peningagræðgi.... bara sleppa henni og þá verður allt í góðu :)

Óskar sagði...

Úfff það er gott að heyra að ég er ekki sá eini á þessari skoðun.

Sammála þér með græðgina...gangi okkur vel að útrýma henni :/

Jóel K Jóelsson sagði...

Já, ég hlakka bara til að fá skemmtilega bloggið sem þú lofaðir :D

Óskar sagði...

Haha...ég líka :)