28. mar. 2005

Málshátturinn þetta árið

"Þann er gott að fræða sem sjálfur vill læra"
Þessi málsháttur kom mér skemmtilega á óvart þar sem ég var búinn að læra allan daginn og var alveg búinn á því. Hann kom á hárréttum tíma og virkaði sem góð hvatning. Spurning um hvort þetta hafi bara verið ótrúleg tilviljun eða hvort mamma hafi valið málsháttin sérstaklega áður en hún sendi mér páskaeggið?

25. mar. 2005

Íslendingafárið

Mér finnst allt þetta umstang kringum Fischer gjörsamlega komið úr böndunum. Það er hið besta mál að hann sé nú kominn til Íslands og svo framvegis en menn eru alveg að missa sig.
Í fyrsta lagi vil ég að menn hætti að kalla Sæma rokk "einkavin" eða "góðvin" og jafnvel "besta vin" Fischers. Mennirnir eru ekki búnir að hittast í 33 ár og Sæmi var nú bara bílstjórinn hans og fylgdarmaður í nokkrar vikur, ég trúi varla á þessum tíma að svona gífurlega sterk vinátta hafi myndast á milli þeirra að þeir séu búnir að hugsa til hvers annars í öll þessi ár. En ég veit svo sem ekkert um þetta þannig að ég ætla ekkert að vera staðhæfa neitt.
Eftir að hafa horft á beina útsendinguna á bæði Stöð 1 og 2 á netinu þá hlýt ég að hafa hrist hausinn svona 50 sinnum. Alls konar vitleysingar með skilti og hvaðeina veifandi í loftið og kallandi nafnið hans eins og algerir hálvitar fóru gjörsamlega með mig. Einnig krakkarnir á sjoppufylleríinu sínu, fólk var hreinlega að missa sig, ég sver að við líkjumst BNA meira og meira með hverjum deginum því að aðeins þar gæti ég ímyndað mér svo mikla dramatík útaf litlu.
Útsendingin hjá Stöð 2 var gjörsamlega ömurleg, fréttaflutningurinn var mjög slappur, kynnirinn var stressaður og vissi greinilega ekkert hvernig hann ætti standa eða haga sér, engin dagskrá var tilbúin sem var til þess að stressaðir fréttamenn fóru að spinna þráðinn á staðnum sem kom ef satt skal segja mjög illa út. Við byrjuðum fljótt að fá beint í æð gjörsamlega tilgangslausar upplýsingar um hvernig þotan er sem flogið var í og hversu hvasst væri úti og svo framvegis, ég held að ég hafi misst áhugann eftir 5 mínútur.
Stöð 1 var hins vegar með mun betri útsendingu, þar var búið að stilla upp viðtölum við hina ýmsu menn á meðan beðið var eftir að flugvélin myndi lenda. Fréttaflutningurinn var rólegur og yfirvegaður og var laus við alla hasafréttamennsku sem Stöð 2 einkenndist af.
Þessi samanburður staðfesti það að mínu áliti að Stöð 2 er sífellt meira að líkjast bandarískri hasafréttastöð og þessar útsendingar veittu góða innsýn á muninn á þessum tveimur stöðvum. Fyrir ykkur sem vilja bera þetta saman sjálf er hægt að skoða útsendingarnar frá 24. mars á www.ruv.is og www.visir.is.
Mér fannst einnig mjög skrýtið að heyra síðan að Stöð 2 hafi verið að stjórna allri þessari heimkomu, hef ég lesið að jafnvel lögreglan hafi verið að taka skipunum frá þeim og Páll Magnússon fréttastjóri væri bara kóngurinn. Lyktar þetta mjög mikið að Baugsmönnum því að þeir redduðu jú líka einkaþotunni. Þeir sáu einnig til þess að engir aðrir fréttamenn komust að Fischer sem þeir höfðu alveg geta sleppt því að viðtalið sem þeir náðu var alveg tilgangslaust. Þetta finnst mér hreinlega vera algjört bull og ég er nú gjörsamlega búinn að missa allt álit mitt á Stöð 2 sem góðri fréttastöð sem ég get treyst.
Annars bíð ég bara Fischer velkominn og vona að Íslendingar hafi nógu mikið vit að láta hann bara í friði en ekki reyna að breyta þessu í eitthvern dramatískan fjölmiðlasirkus.

23. mar. 2005

Tannálfur að vori

Allt frá blautu barnsbeini hef ég hlustað á móður mína þegar kemur að almennri tannhirðu. Ávallt var ég duglegur að bursta í mér tennurnar og jafnvel nota tannþráð og því hef ég aldrei séð eftir.
Aldrei hélt ég að hugsa vel um tennurnar í sér gæti haft með sér slæmar afleiðingar en í gær kom sko annað í ljós. Fyrir svefnin var ég að nota tannþráð eftir að hafa burstað í mér tennurnar eins og hver önnur kvöld og allt gekk eins og í sögu. Gekk ég um í rólegheitunum í stofunni meðan ég var að klára tannþræðsluhringinn minn. Svo kemur það fyrir að tannþráðurinn rifnar á milli tveggja jaxla og skilur stóran hnulla eftir á milli tannanna þannig að ég fann fyrir þó nokkrum þrýstingi. Bölva ég fljótt lélegum tannþræði og fer inn á klósett að sækja nýjan tannþráð til að þá þessum hnykli út því að þetta hefur oft gerst áður en aldrei fyrr verið neitt vandamál. Ég vef nýja þræðinum glæsiega um fingur mér og geri mig reiðubúinn að fjarlægja helvítið. En örlögin voru sko ekki mér hliðholl í þetta skiptið því að við fyrstu tilraun rifnað nýji þráðurinn minn einnig! Svona 20 mínútum og örugglega 5 metrum af tannþræði seinna sit ég örmagna á klósettsetunni bölvandi helvítis tannþræðinum sem var fastur á milli tannanna minna, hann vildi hreinlega ekki út!
Og eftir að hafa notað allt sem mér datt í hug í íbúðinni til að ná þessu út þá gafst ég upp og fór að sofa. Þetta leið næstum eins og að hafa tvær flísar af poppkornmaís á milli tannanna og það var verulega óþægilegt og þetta var gjörsamlega að gera mig brjálaðan.
Klukkan 7:30 daginn eftir var rokið beint út í búð og til að kaupa dýrastu og flottastu tannstönglana sem fundust í von um að bjarga mér frá því að missa vitið. Spenntur opnaði ég pakkan fullur af von. Og þarna stóð ég fyrir framan spegilinn alveg gjörsamlega að hamast á kjaftinum á mér en ekkert gerðist! Þvílíkt fúll hélt ég svo í skólann ennþá með helvítist þráðinn á milli jaxlanna.
Svo um kvöldið fyrir svefnin var ég aftur að nota tannþráð og var eitthvað að horfa á sjónvarpið og labbandi um. Þá bara allt í einu rennur tannþráðurinn á milli jaxlanna og fjarlægir helvítið! Ég get svarið að það tók mig svona 10 sekúndur að átta mig á því hvað hafði gerst, mér leið eins og ég hefði unnið milljónir í lottó, ég upplifði einhverskonar nirvana, ég var svo ánægður, ég var á hátindi tilverunnar!
Svo eftir smá stund fór ég að sofa og var alveg sama um þennan helvítis tannþráð.
Ég veit ekki alveg hversu spennandi þetta blogg þetta var, kannski segir þetta allt sem segja þarf hversu spennandi líf mitt er um þessar mundir. Ég skal reyna gera betur, bið að heilsa í bili.

15. mar. 2005

Blogg varð það

Þegar fólk er byrjað að kvarta yfir bloggleysi þá er það merki um það að maður sé ekki að standa sig.
Síðustu vikur hjá mér eru búnar að innihalda nákvæmlega ekki neitt frásögufærandi og annir í skólanum hafa haldið mér frá einhverjum frásöguverðum pælingum. Ég er ansi hræddur um það að þessari önn þá á ég eftir að lesa yfir mig. Ég mun fara yfir strik heilbrigðar skynsemi og óvíst er hvenær ég mun komast aftur í raunveruleikan.
Þess vegna vil ég biðja fólk um þolinmæði og skilning þegar ég sný aftur heim í sumar því að þá verð ég mjög orðinn skemmdur. Einnig bið ég ykkur um að hjálpa mér að komast í eðlilegt horf og niður á jörðina.
Mikið verður það gott þegar þessi önn er búin.

1. mar. 2005

Strætóglópar

Það má varla falla snjókorn hér í útlöndum og þá fer allt til fjandans. Hér kann sko enginn að keyra í umferðinni, hvorki fólksbílar né strætóbílstjórar. Gröfu- og skafningakallarnir kunna ekki einu sinni að skafa almennilega.
Í dag kom svona léttur púðursnjór yfir Aarhus, ca 2 cm mundi ég segja, eitthvað sem við klakafólk myndum nú bara kalla hitabylgju á vetrartímanum. En ekki hér í Aarhus, neiiiiiiiiiiiiiii. Á leiðinni heim úr skólanum í strætó var okkur tilkynnt að það yrði ekki keyrt heim til mín. Annað hvort af því að það var ófært eða af því að bíll keyrði útaf eða eitthvað og hindraði alla umferð.
Þá fór 90% af fólkinu í strætóinum út á næstu stoppustöð og saman löbbuðum við í hóp að annarri stoppustöð til að athuga hvenær hinir strætóarnir koma sem keyra til Trige (þar sem ég á heima). Þetta fannst mér soldið fyndið af því að þarna var ég búinn að eignast ca 10 strandaglópa vini í stutta stund. Saman athuguðum við hversu lengi við þurftum að bíða í kuldanum og saman spjölluðum við um hvert hver væri að fara og hvernig þetta mundi ganga. Við vorum ein heild með eitt markmið í huga...að komast heim.
Og um leið og hinn strætóinn stoppaði og fólkið gekk inn hurfu þessi vináttubönd eins fljótt og þau höfðu myndast.