1. mar. 2005

Strætóglópar

Það má varla falla snjókorn hér í útlöndum og þá fer allt til fjandans. Hér kann sko enginn að keyra í umferðinni, hvorki fólksbílar né strætóbílstjórar. Gröfu- og skafningakallarnir kunna ekki einu sinni að skafa almennilega.
Í dag kom svona léttur púðursnjór yfir Aarhus, ca 2 cm mundi ég segja, eitthvað sem við klakafólk myndum nú bara kalla hitabylgju á vetrartímanum. En ekki hér í Aarhus, neiiiiiiiiiiiiiii. Á leiðinni heim úr skólanum í strætó var okkur tilkynnt að það yrði ekki keyrt heim til mín. Annað hvort af því að það var ófært eða af því að bíll keyrði útaf eða eitthvað og hindraði alla umferð.
Þá fór 90% af fólkinu í strætóinum út á næstu stoppustöð og saman löbbuðum við í hóp að annarri stoppustöð til að athuga hvenær hinir strætóarnir koma sem keyra til Trige (þar sem ég á heima). Þetta fannst mér soldið fyndið af því að þarna var ég búinn að eignast ca 10 strandaglópa vini í stutta stund. Saman athuguðum við hversu lengi við þurftum að bíða í kuldanum og saman spjölluðum við um hvert hver væri að fara og hvernig þetta mundi ganga. Við vorum ein heild með eitt markmið í huga...að komast heim.
Og um leið og hinn strætóinn stoppaði og fólkið gekk inn hurfu þessi vináttubönd eins fljótt og þau höfðu myndast.

2 ummæli:

Jóel K Jóelsson sagði...

Óskar minn. Það er nú allt í lagi að blogga svona vikulega a.m.k.

En þeir eru greinilega mikið fyrir þetta Danirnir að láta mann skipta um ferðaáætlun á miðri leið. Ég hef lent í svona atviki oftar en einu sinni í Danmörku og ekki hef ég nú verið mjög mikið í þessu landi.
Í eitt skiptið var ég einn á ferð á leiðinni á flugvöllinn til að komast heim. Þá stoppaði lestin mín og það var bara sagt "því miður þá stoppum við hérna, takk fyrir, vessgú".
Ég var náttúrulega að missa af fluginu maður og elti bara þann hóp sem mér fannst innihalda flesta úr lestinni minni. Og það fóru allir inn í strætó og mér var hætt að lítast á blikuna, en fór bara líka í þennan strætó. Svo man ég ekki meira...
Það sem meira er, þá var ég fárveikur meðan á þessu stóð.
Ég komst alla vega heim fyrir rest hvort sem það er slæmt eða gott (Danmörk er nefnilega fínsta land).

Jæja, það verður einhver að skrifa á þetta blogg ef þú ætlar ekki að gera það ;-)

Óskar sagði...

Um daginn þá var bílstjóri að keyra strætóinn sem keyrir einhvern annan strætó vanalega og vissi ekkert hvert hann var að fara. Hann var alltaf að spyrja farþegana hvert hann ætti að fara næst og á endanum var gömul kona komin fram í til hans að leiðbeina honum.

En samt tókst honum að keyra kolvitlausa leið og keyrði fram hjá mörgum stoppustöðvum þannig að við keyrðum nánast á leiðarenda en þurftum að snúa þar við og keyra til baka á stöðvarnar sem hann missti af. Svo þurfti hann að snúa aftur við til að klára strætóleiðina, það tók hann 4 mínútur að bakka og snúa strætónum við á einhverjum gatnamótum þar sem bílar keyrðu fram hjá okkur með stór spurningamerki framan í sér.

Svo loksins tókst honum að snúa strætónum við og keyra okkur heim.

Já þeir eru greinilega mikið fyrir þetta Danirnir.....vitleysingar