30. okt. 2005

Tvífari ársins


Sá þessa auglýsingu í strætó...lýkist hún einhverjum úr breiðholtinu?

24. okt. 2005

Töffari


Hversu svalur er þessi gaur!

18. okt. 2005

Já nú eru jólin

Ég frétti það í dag að það er byrjað að hengja jólaskraut upp í miðbænum. Hvað er að eiginlega að gerast, október er rétt svo hálfnaður! Þetta er alltof snemmt fyrir jólaskraut...ég hreinlega neita að stíga fæti í miðbæinn fyrr en í byrjun desember!
En yfir í annað, nú geta mannfræðiathuganir mínar haldið áfram. Ástæðan er sú að næstu fimm dagana mun Þjóðverji (vinkona Hildar) dvelja hjá okkur. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem ég hitti Þjóðverja og munu næstu dagar gefa mér næg tækifæri fyrir rannsóknir mínar. Það sem ég veit um Þjóðverja er að:
  • Þeir eru bestu bílstjórar í heimi.
  • Hafa autoban þar sem er engin hraðatakmörk.
  • Þeir eru nískastir í heimi.
  • Maður má ekki minnast á Seinni Heimstyrjöld eða Hitler við þá.
  • Framleiða góða bjóra.
  • Eru með gott fótboltalið og eru með hörku íþróttamenn á mörgum sviðum (þýsku kerlingarnar í kúluvarpi eru svakalegar! Aðeins rússnesku Olgurnar geta skákað við þeim.)
  • Þýskar konur eru helvíti loðugar (ég mun samt ekki reyna að sannreyna þessa staðreynd núna)
  • Rammstein.
  • Dubba allt erlent sjónvarpsefni.
  • Einstein.

Man ekki fleira í augnablikinu, endilega látið mig vita ef það er eitthvað fleira við þjóðverja ;)

16. okt. 2005

10.000!

Hver verður númer 10.000!

15. okt. 2005

Nýr erfingi

Í gær eignaðir Danmörk nýjan prins og nú snýst gjörsamlega allt danskt samfélag um þessa fæðingu. Ég hef oft heyrt um það hvernig danska þjóðin dýrkar konungsfjölskyldu sína en það var ekki fyrr en ég upplifði konunglegt brúðkaup hérna í fyrra og svo konunglega fæðingu hér í Danmörku að ég áttaði mig til fullnustu hversu mikil sú lotning er.
Daginn sem brúðkaupið var hætti gjörsamlega alla danska þjóðin að vinna og safnaðist fyrir framan sjónvarpsskjáina og pöbbanna til að fylgjast með athöfn sem byrjaði snemma um morgun og endaði ekki fyrr en fór að kvölda. Fréttamenn voru á hverju horni til að ná myndum af fjölskyldunni á meðan aðrir fréttamenn tóku viðtöl við almúgan út um allt land til að heyra hvað þeim fannst um athöfnina, og að sjálfsögðu voru allir alveg í skýjunum!
Það var síðan í gær þegar ég kveiki á sjónvarpinu klukkan 11 í gær þá er bein útsending fyrir utan Rigshospitalet í Köben. Ekki vissi ég hvað var að gerast en fréttamaðurinn sagði að krónprinsessan væri kannski inni á spítalanum, kannski var fæðing byrjuð og kannski er nýr erfingi kominn í heiminn.......en þetta voru greinilega óstaðfestir orðrómar því að ekkert var 100%, en það stoppaði ekki hundruðir manna að safnast fyrir utan sjúkrahúsið.
Svo var tekið viðtal við konu sem var að koma út úr sjúkrahúsinu og hún sagði frá því af miklum móð að hún hafði heyrt hjúkrunarkonur tala saman á leiðinni út þar sem þær sögðu að konungleg fæðing væri hafin og að hún væri annað hvort á 3. eða 4. hæð. Ég gat ekki annað að líkt þessari fréttamennsku við dæmigerða bandaríska hasafréttamennsku þar sem sitið er fyrir stjörnunum.
Eftir þetta slökkti ég bara á þessu og fór gera eitthvað annað því að þetta var langt frá því að vekja minn áhuga.
Nú er lítill prins fæddur og öll Danmörk er gjörsamlega heltekinn í gleði og fögnuði. Frá mínu sjónarhorni finnst mér þetta frekar skrýtið hvernig ein fjölskylda getur haft svona mikil áhrif á fólkið í landinu enda erum við Íslendingar ekki aldir upp við neina svona dýrkun af neinu tagi...ég meina, við köllum forsetan okkar Óla grís!
Og það er s.s. ekkert að því, ég verð að segja að ég er bara mjög sáttur að ekki vera alin upp við svona dýrkun. Mér finnst þetta stundum vera svolítil bilun. Það er gott að vera Íslendingur.
Að lokum vil ég bara óska dönsku þjóðinni kærlega til hamingju með nýjan erfinga.
Með kærri kveðju,
Íslendingurinn sem skilur ekki kóngafólk

13. okt. 2005

Steríótýpur og blindramerkingar

Nú er ég búinn að æfa í líkamsræktarstöð í þrjár vikur. Ég er þessi týpa sem finnst ótrúlega gaman að spá í öðru fólki og hentar þessi vettvangur einkar vel þegar að þessum málum kemur. Undanfarna daga hef ég svona reynt að finna út hvernig þessi danska steríótýpa er í svona æfingasölum, þetta hefur gengið upp og niður en ég held að ég sé a.m.k. búinn að finna eina góða strákasteríótýpu.
Fatnaður þessara stráka einkennist af þröngum og helst svörtum hlýrabol, kvartbuxum og sandölum, þá helst þessir sem eru svona þröngir á milli tánna. Hárið er sleikt með geli og greitt aftur og bakvið eyrum, oftar en ekki eru þeir líka með strípur eða litað hár. Ganga þessir strákar um fleksandi biceptinn oft og títt fyrir framan speglanna og eru alltaf að gera maga-æfingar. Einnig ferðast þeir títt um í hópum, oftast tveir eða þrír saman þar sem þeir hvetja hvorn annan áfram í þeim æfingum sem liggja frammi fyrir þeim. Ekki eyðileggur það að hafa eitthvers konar skart á sér, gullkeðju eða gullhring og jafnvel rakaðir undir höndunum....já þið heyrðuð rétt.....sumir eru rakaðir undir höndunum.
Þetta eru niðurstöður mínar eftir þriggja vikna atferlisathugun í Equinox, ég hef ekki ennþá fundið góða stelpusteríótýpu, þær virðast vera fjölbreyttari og ekki stendur ennþá nein tegund uppúr. Kannski skila ég inn aftur skýrslu um mannfræðiathuganir mínar hérna í Aarhus og vonandi þá verð ég búinn að ráða úr þessu vandamáli.
Yfir í allt annað...í dag var ég að lesa moggann og rakst á frétt um blindramerkingu HÍ sem er í gangi þessa daganna. Ég tek mér það bessaleyfi að birta smá bút úr greininni (er það ólöglegt?):

Fyrstu merkingarnar voru settar upp í aðalbyggingu Háskólans í gær og voru tvær blindar stúlkur úr 9. og 10. bekk, þær Dagný ********dóttir og Ester ******dóttir, fengnar til að merkja stofur, skrifstofur og salerni í byggingunni.
Þegar ég las þetta gat ég ekki annað en grátið úr hlátri enda sá ég aðeins fyrir mér tvær litlar stúlkur labbandi um HÍ með blindrastafinn sinn þreifandi á veggjum og hurðum í tilraun að finna þá staði sem á að merkja. Æ...æ...já þetta fannst mér sko fyndið...
Þar til næst bið ég sérstaklega að heilsa öllum heima fyrir...verið blessuð og sæl.

11. okt. 2005

Nú er illt í efni

Já góðir hálsar, í gær kom Hildur heim með eitt stykki gítar heim.
Og þar sem hún kann ekkert á þetta hljóðfæri þýðir það bara eitt fyrir mig. Endalaust gítarglamur og falskar nótur næstu mánuðina.
Kannski verð ég meira uppí skóla en ég hef verið undanfarið...
En ég fæ nú vonandi að hlusta á fagra tóna í staðinn þegar ég er orðinn gamall kall sitjandi í hægindastólnum mínum ;)

3. okt. 2005

Hörku púl!

Já þá er maður byrjaður að æfa í líkamsræktarstöðinni Equinox. Þetta gekk ekki mikið lengur þessi leti í manni og þá þýðir ekkert annað en að hrista hana af sér!
En í hvert skipti sem ég fer þá hugsa ég allan tíman hversu mikið ég væri miklu frekar til í að vera öskrandi og sparkandi út í loftið og reyna að pína mig í spígatt (sem er bye the way eitthvað sem ég skal geta einu sinn á ævinni!).
En æfingarnar eru misgóðar sem maður tekur, stundum er maður í þvílíku stuði og pumpar eins og Jón Páll en stundum er einhver leti í manni og maður ákveður að taka bara lengri gufu í staðinn. Dagurinn í dag var einmitt ekki nógu góður en ekki útaf neinni helvítis leti.
Ég fór sérferð niður í bæ til að taka góða æfingu um þrjú leytið eftir þægilegan mánudag sem innfól húsverk, lærdóm og smá hangs. Er ég mæti inn í klefann byrja ég að klæða mig í og tek uppúr töskunni nýju fínu Nike svitaböndin mín sem eiga sko eftir að gera mig að algjörum töffara inní tækjasalnum. Svo leita ég eftir stuttbuxunum mínum.....og viti menn........engar stuttbuxur. Og þarna stend ég í klefanum á nærbuxunum hugsandi hvernig hægt sé að redda þessu. Eftir smá umhugsunartíma ákvað ég bara að hætta þessu rugli og fara beint í gufu, hellti 6 ausum á steinana slappaði bara af, og eftir þetta tók ég bara tvöfalda góða íslenska sturtu........og það var sko þess virði!
Bara ef allar æfingar væru svona þægilegar ;)