13. okt. 2005

Steríótýpur og blindramerkingar

Nú er ég búinn að æfa í líkamsræktarstöð í þrjár vikur. Ég er þessi týpa sem finnst ótrúlega gaman að spá í öðru fólki og hentar þessi vettvangur einkar vel þegar að þessum málum kemur. Undanfarna daga hef ég svona reynt að finna út hvernig þessi danska steríótýpa er í svona æfingasölum, þetta hefur gengið upp og niður en ég held að ég sé a.m.k. búinn að finna eina góða strákasteríótýpu.
Fatnaður þessara stráka einkennist af þröngum og helst svörtum hlýrabol, kvartbuxum og sandölum, þá helst þessir sem eru svona þröngir á milli tánna. Hárið er sleikt með geli og greitt aftur og bakvið eyrum, oftar en ekki eru þeir líka með strípur eða litað hár. Ganga þessir strákar um fleksandi biceptinn oft og títt fyrir framan speglanna og eru alltaf að gera maga-æfingar. Einnig ferðast þeir títt um í hópum, oftast tveir eða þrír saman þar sem þeir hvetja hvorn annan áfram í þeim æfingum sem liggja frammi fyrir þeim. Ekki eyðileggur það að hafa eitthvers konar skart á sér, gullkeðju eða gullhring og jafnvel rakaðir undir höndunum....já þið heyrðuð rétt.....sumir eru rakaðir undir höndunum.
Þetta eru niðurstöður mínar eftir þriggja vikna atferlisathugun í Equinox, ég hef ekki ennþá fundið góða stelpusteríótýpu, þær virðast vera fjölbreyttari og ekki stendur ennþá nein tegund uppúr. Kannski skila ég inn aftur skýrslu um mannfræðiathuganir mínar hérna í Aarhus og vonandi þá verð ég búinn að ráða úr þessu vandamáli.
Yfir í allt annað...í dag var ég að lesa moggann og rakst á frétt um blindramerkingu HÍ sem er í gangi þessa daganna. Ég tek mér það bessaleyfi að birta smá bút úr greininni (er það ólöglegt?):

Fyrstu merkingarnar voru settar upp í aðalbyggingu Háskólans í gær og voru tvær blindar stúlkur úr 9. og 10. bekk, þær Dagný ********dóttir og Ester ******dóttir, fengnar til að merkja stofur, skrifstofur og salerni í byggingunni.
Þegar ég las þetta gat ég ekki annað en grátið úr hlátri enda sá ég aðeins fyrir mér tvær litlar stúlkur labbandi um HÍ með blindrastafinn sinn þreifandi á veggjum og hurðum í tilraun að finna þá staði sem á að merkja. Æ...æ...já þetta fannst mér sko fyndið...
Þar til næst bið ég sérstaklega að heilsa öllum heima fyrir...verið blessuð og sæl.

2 ummæli:

emil+siggalóa sagði...

hmmm.... vottar nokkuð fyrir biturleika og öfund???


SL

Sævar sagði...

Já endilega skilaðu inn fleiri svona skýrslum, svona athuganir eru mjög skemmtilegar - að taka þessa litlu púslkubba sem bjóðast og reyna að mála upp e-a mynd skv þeim getur verið skemmtilegt þegar maður er einn með hugsnum sínum ;)