28. maí 2008

Svangur?

Ég mætti manni áðan á leiðinni út í búð og ég held að hann var sárasvangur!

Hann var rétt svo kominn 10 m út úr búðinni og hann var búinn að rífa upp pylsupakka og var svoleiðis að sporðrenna einni pylsu. Kæmi mér ekki á óvart þótt fleiri fengu að fara sömu leið á leiðinni heim.

Hversu svangur þarf maður
eiginlega að vera hugsaði ég.

26. maí 2008

EM-leikur Leiknis

Vil minna fólk á hinn frábæra EM-leik Leiknis.

Þetta er mjög einfaldur en um senn mjög skemmtilegur leikur. Þetta er einfaldlega eitt excel skjal sem er hlaðið niður sem er búið að setja upp fyrir þig á allan hátt.

Það eina sem maður þarf að gera er að fylla út úrslitin sem maður spáir fyrir og skjalið gerir rest. Það setur upp lokaniðurstöðu í riðlunum og hvaða lið komast áfram í úrslit þar sem maður heldur áfram að spá. Þannig gengur þetta alveg fram að úrslitaleik.

Gefin eru stig bæði fyrir að giska á rétt úrslit, rétta markatölu og fyrir hvert lið sem kemst áfram í úrslit.

Mæli með því að allir sæki skjalið og geri sína eigin spá. Ef fólk vill ekki taka þátt hjá Leikni þá er skemmtileg hugmynd að skora á vinina í keppni eða bara halda keppni við sjálfan sig. Ég minni samt nú á að stærsti potturinn er hjá Leikni, þannig að ef maður heldur að sú spá sem maður er kominn með muni rætast þá er ekki spurning um að taka þátt.

Skjalið er hægt að sækja hér:

http://leiknir.com/default.asp?op=frettir&sop=einfrett&frett=3635

24. maí 2008

Hvar er Valli?

Ég póstaði þessa mynd eftir London ferðina í fyrra en langar að pósta hana aftur.

Þetta er s.s. mynd af honum Valla, sem er flatfiskur, og er að fela sig í sandinum...spurningin er hvort þú getur fundið hann?

Og fiskurinn uppi í horninu er ekki Valli :)



20. maí 2008

Vanhæfir

Mér finnst ótrúlegt að vera búinn að fylgjast með í fréttum hvernig "stjórnvöld" í Búrma (ég segi Búrma viljandi) eru búin að bregðast við eftir fellibylinn fyrir ca. tveimur vikum. Sérstaklega hvernig þeir bregðast við alþjóðlegri aðstoð.

Maður getur ekki annað en að finna fyrir reiði og skilningarleysi þegar maður sér hvernig þeir neita lífsnauðsynlegri aðstoð fyrir milljónir dag eftir dag útaf pólitískum ástæðum.

Ég veit ekki einu sinni hvað á að skrifa meira um þetta.

15. maí 2008

Verkleg microbiologi framhald

Sýnin komin úr ræktun og búið að skoða þær vel og lengi, lita og sett undir smásjá.

Það var tvennt sem mér fannst fyndið í tímanum í dag.

Það fyrsta var að endaþarms-strokusýnin sem flestar stelpurnar tóku komu út eins og venjulegt húðstrokusýni, ekki af því að þeirra afturendi er svona tandurhreinn, heldur útaf því að stelpugreyin voru eitthvað feimnar við að taka almennilegt sýni. Litlu teprurnar, þar var nú lagt mikið á þær í gær. En strákarnir voru greinilega ekkert að hika í sýnistökunum og komu þau sýni mjög vel út :)

Það seinna var að það uppgvötaðist E. Coli bakteríur (saurgerlar) í nasastroku hjá einum stráknum. Hann varð eins og epli í framan og sór að hann hafði tekið þetta sýni áður en hann tók endaþarmssýnið. En kennarinn hló eftir smá stund (samt nógu langa til að pína aumingja strákinn aðeins) og sagði að þetta kæmi ekkert á óvart og að hann þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af þessu. Þessar bakteríur geta lifað á ótrúlegustu stöðum og fólk er með mismunandi örveruflóru.

Því miður Eva þá komu ekki upp nein klamidíutilfelli í dag...enda er chlamydia intracellulært parasit og er ekki hægt að rækta á agarplötum, varstu nokkuð búin að gleyma því hurrhurr ;)

13. maí 2008

Setning vikunar

"Já og að lokum þarf einn úr hverjum hóp að taka strokusýni úr endaþarmi (sínum eigin) sem við skoðum síðan á morgun, eftir að hafa verið í ræktun yfir nóttina".

-Kennari í verklegri microbiologi.

7. maí 2008

Sól og blíða

Alltaf gaman á vorin hérna úti þegar sumarið er komið...sérstaklega þegar fer að líða á vorið og veðrið verður betra og betra, því þá verður einnig styttra og styttra í próf og því meira maður þarf að hanga inni á loftlausu bókasafni.

En í staðinn fyrir að væla eða skrifa eitthvað leiðinlegt ætla ég bara að henda inn þessari skemmtilegu mynd sem ég fann á netinu sem mér fannst mjög hnyttin.

(Tek það fram til öryggis að ég er ekki í samskonar hugleiðingum eins og myndin sýnir)