26. maí 2008

EM-leikur Leiknis

Vil minna fólk á hinn frábæra EM-leik Leiknis.

Þetta er mjög einfaldur en um senn mjög skemmtilegur leikur. Þetta er einfaldlega eitt excel skjal sem er hlaðið niður sem er búið að setja upp fyrir þig á allan hátt.

Það eina sem maður þarf að gera er að fylla út úrslitin sem maður spáir fyrir og skjalið gerir rest. Það setur upp lokaniðurstöðu í riðlunum og hvaða lið komast áfram í úrslit þar sem maður heldur áfram að spá. Þannig gengur þetta alveg fram að úrslitaleik.

Gefin eru stig bæði fyrir að giska á rétt úrslit, rétta markatölu og fyrir hvert lið sem kemst áfram í úrslit.

Mæli með því að allir sæki skjalið og geri sína eigin spá. Ef fólk vill ekki taka þátt hjá Leikni þá er skemmtileg hugmynd að skora á vinina í keppni eða bara halda keppni við sjálfan sig. Ég minni samt nú á að stærsti potturinn er hjá Leikni, þannig að ef maður heldur að sú spá sem maður er kominn með muni rætast þá er ekki spurning um að taka þátt.

Skjalið er hægt að sækja hér:

http://leiknir.com/default.asp?op=frettir&sop=einfrett&frett=3635

Engin ummæli: