20. maí 2008

Vanhæfir

Mér finnst ótrúlegt að vera búinn að fylgjast með í fréttum hvernig "stjórnvöld" í Búrma (ég segi Búrma viljandi) eru búin að bregðast við eftir fellibylinn fyrir ca. tveimur vikum. Sérstaklega hvernig þeir bregðast við alþjóðlegri aðstoð.

Maður getur ekki annað en að finna fyrir reiði og skilningarleysi þegar maður sér hvernig þeir neita lífsnauðsynlegri aðstoð fyrir milljónir dag eftir dag útaf pólitískum ástæðum.

Ég veit ekki einu sinni hvað á að skrifa meira um þetta.

Engin ummæli: