31. jan. 2009

Laugardagsbjórinn

Laugardagsbjórinn opnaður og rólegt kvöld framundan.

Hvað ætli ég geti bloggað lengi áður en einhver fatti að ég er byrjaður aftur?

30. jan. 2009

Bloggedíblogg

Nú hef ég ekki bloggað í ár og aldir.

Ég enda alltaf í svona sumarpásum í blogginu og það tekur alltaf smá tíma að finna andann aftur og það tekur oft mislangan tíma. Núna er ég loksins að finna hann aftur, eða a.m.k. lystina til að blogga sem ég tel vera mikilvægast.

Það er mikið búið að fara í taugarnar á mér síðustu vikum þegar maður les hvað er að gerast í heiminum. Ísrael heldur áfram í ruglinu og enginn gerir neitt við því nema gefa út örlitlar yfirlýsingar sem skipta engu máli, kreppan nauðgar okkur áfram á óheilögum stöðum og svo mætti lengi áfram telja.

Mér fannst frábært að Obama vann í BNA, ég fylgdist með kosningabaráttunni og ég hélt sjálfur að BNA voru ekki tilbúin fyrir svartan forseta, en mikið var ég glaður að hafa rangt fyrir mér þar. Ég skildi samt aldrei af hverju McCain fékk svona mikið fylgi. Hann var alltof gamall og mér fannst hann ekki koma vel út í viðtölum, hann var ekki að hugsa sjálfsstætt heldur að segja það sem fólk bjóst við að heyra (t.d. fólkið bakvið hann með peninganna). Svo var kosningabaráttan hans einsog rússíbani sem endaði úti í skurð með því að velja Palin og taka Joe the plumber að sér. Mér finnst bara ótrúlegt hvað hann fékk mörg atvæði og ég veit ekki alveg hvernig ég á að túlka það.

Er svona rosalega mikið af hálfvitum þarna með kosningarétt? Er stjórn sem væri kosin af hálfvitum ekki hálfvitar líka? Sjá t.d. síðustu átta ár þarna úti. Talandi um það þá er ég svo feginn að Bush er farinn. Ég er ennþá að reyna skilja það hvernig hann náði að vera kosinn annað kjörtímabil, kaldhæðni örlaganna er það besta sem mér dettur í hug.

Held að ég haldi áfram með bjórinn minn á þessu föstudagskvöldi, bið að heilsa í sinni og takk fyrir lesturinn ef það er einhvern sem les þetta lengur :)