26. maí 2007

Sá í fréttunum um daginn að þegar Clinton og Kofi Annan voru hérna í heimsókn að maður hafti staðið 5 metra frá bílnum hans Clintons með hlaðna haglabyssu og engin fattaði neitt.

Mál voru þannig með vexti að maður var á leiðinni heim eftir að hafa verið á veiðum og keyrði á hjört eða eitthvað svoleiðis dýr...eða réttara sagt þá keyrði konan hans á dýrið en það skiptir engu :)

Maðurinn s.s. fer og sækir haglabyssuna til að aflífa dýrið og á meðan hann stendur með hlaðna byssu þá keyrir öll bílalestin framhjá...Clinton var í ca 5 metra fjalrægð frá honum þegar þeir keyrðu framhjá...hann hringdi síðan sjálfur í lögregluna til að láta vita af þessum "öryggisbrest".

18. maí 2007

Svart og hvítt

Síðustu tvær kvikmyndir sem ég hef séð hafa gjörsamlega verið eins og svart og hvítt, sjaldan hef ég upplifað jafn gífurlegan mun á kvikmyndaupplifun.

Fyrst sá ég myndina Children of Men um daginn og þvílík upplifun, þvílíkt meistaraverk. Eftir langt þurrkatímabil yfir sjónvarpinu og í kvikmyndahúsum endurreisti þessi mynd trú mína að ennþá er hægt að gera góðar kvikmyndir, alvöru kvikmyndir.
Þessi mynd hafði allt, sögusviðið frábært, handritið frábært, leikararnir stóðu sig mjög vel, en það var leikstjórnin og kvikmyndatakan setti þessa mynd gjörsamlega upp á annan stall en flestar myndir. Ég horfði á myndina aftur daginn eftir....það gerist nánast aldrei fyrir mig, ég held að ég þurfi ekki að segja meira.

Bara gerið það fyrir mig og sjáið þessa mynd.

Seinni myndin sem ég sá var í kvöld í bíó. Það var Spiderman 3. Sjaldan hef ég séð eins mikla bandaríska klisju og þvælu. Eini ljósi punkturinn í myndinni voru tæknibrellurnar og hasaratriðin sem voru mjög vel gerð. En allt annað liggur á botni kvikmyndabrunnsins. Handritið var jafn þunnt og frumuhimna, leikararnir voru langt frá sínu besta...eða kannski var þetta bara þeirra besta. Leikstjórn og kvikmyndataka í lágmarki og til að setja síðustu kúlunna inn í hausinn á mér þá var hver mínúta troðfull af ekta bandarískri klisju og þvælu sem gerði það að verkum að ég ældi næstum því þegar myndir var hálfnuð. (Auðvitað hafa þeir risastóran bandarískan fána blaktandi í bakgrunninum þegar spiderman stekkur óhræddur í lokabardagann til að sigrast á vonda kallinum og bjarga dömunni....það gerist ekki mikið þynnra né klisjulegra en þetta)

Nú verður fólkið þarna í Hollywood aðeins að taka sig á því að ef þetta er framtíðin í kvikmyndagerð þarna vestan hafs þá er framtíðin ekki björt hjá þeim.

Og hvað með almenningin þarna í BNA? Þarf ekki að gera betur en þetta? Gerir fólk engar kröfur þegar það fer í kvikmyndahús? Er þeim alveg sama eða er þetta bara það sem það vill? Er fólkið svona eins og hestar með svona leppa fyrir augunum svo að þeir sjái ekki út undan sér...eða er það bara svona heimskt?

Hvað finnst ykkur sem lesa þetta? Er ég með svona skrýtinn smekk eða eru einhver sannleikskorn í þessu hjá mér.

Hver sú besta og versta kvikmynd sem þið hafið séð nýlega? Allra tíma?