26. nóv. 2005

Jájá

Afsakið bloggletina kæru vinir. Í síðustu viku var ég önnum kafinn í sjónvarpsglápi fyrir framan 48" breiðtjaldssjónvarp með ca 50 stöðvar. Við vorum s.s. í Köben alla síðustu viku að passa uppá hús frænku hennar Hildar. Og síðan ég kom heim þá hef ég verið önnum kafinn ofan í bókunum. Eftir minna en mánuð er stóra anatomiuprófið og stressið og pressan er byrjuð að banka dyrnar.
En úr þessu yfir í annað. Ein skondin saga sem ég mundi eftir sem mig langar að deila með ykkur. Um daginn kom nágranni minn upp að mér og spurði mig hvort ég reykti. Ég svaraði því að sjálfsögðu neitandi og velti því fyrir mér af hverju hann spurði að þessu allt í einu. Hann sagði s.s. að hafa séð mig nokkrum dögum áður standandi hérna fyrir utan í einhverju skúmaskoti með eitthvað glóandi í hendinni, og hann var alveg handviss um að það var ég. Þess vegna hélt hann að ég væri að laumast til að reykja án þess að Hildur vissi.
Það tók mig ca. korter að sannfæra hann um að þetta hafi ekki verið ég og að ég hafði ekki hugmynd um hvað hann væri að tala um. Að lokum gaf hann sig og sleppti mér lausum ;)
Svo viku seinna dróg hann mig inn í eldhús hjá sér svo að Hildur myndi ekki heyra og spurði mig aftur út í þetta. Þá hafði hann hugsað betur út í þetta og greinilega ekki trúað mér í fyrra skiptið og hefði greinilega ákveðið að spyrja mig aftur. En að þessu sinni hélt hann ekki að þetta hafði verið sígaretta....í þetta skipti hélt hann að ég hafði verið að reykja hass!!!
Ég vissi ekki hvert ég ætlaði að fara, hann hélt virkilega að ég væri að reykja hass. Og svo starði hann á mig með galopin augu bíðandi eftir hreinskilnu svari. Svo fylgdi ræða um að hann skildi mig mjög vel útaf öllu prófstessinu og álaginu og að honum væri alveg sama og blablalbalba...alveg eins og hann væri alveg sannfærður um að hann hafði rétt fyrir sér.
Í þetta skipti tók það mig ca. hálftíma að sannfæra hann um að hann hafði rangt fyrir sér...og ég held bye the way að hann trúir mér ekki ennþá.
Æ, æ hvar mun þetta allt enda...

8. nóv. 2005

Jæja

Jæja enginn var greinilega sammála mér með tvífarann........jaaaa annað hvort það eða enginn nennir að kíkja hingað. Sem sagt fannst mér þessi stelpa alveg eins og Erla Sússanna.
Ekki mikið er búið að gerast síðustu daga hjá mér, er meira eða minna búinn að vera inná loftlausu bókasafni allan daginn. Soldið fyndið atvik gerðist um daginn í ræktinni. Ég var s.s. bara að sinna mína, pumpandi byssurnar í gríð og erg þegar ég tek eftir því að það sé að taka upp einhvern sjónvarpsþátt í salnumm. Það er s.s. myndatökumaður og nokkrir tæknimenn og svo einn massi sem var að tala í myndavélina.
Gerði ég mig allra besta að forðast þetta tv crew, skipulagði hringinn minn og tækin gaumgæfilega samkvæmt kúnstarinnar útreikningum til þess að tryggja lágmarkslíkur á því að vera fyrir þessum gaurum. Oft þurfti ég að hraða mér í gegnum viss tæki, jafnvel að hætta fyrir og láta mig hverfa bakvið súlu og lauma mér í burtu áður en myndavélin kæmi.....því að ég var sko ekki að fara lenda í einhverju viðtali eða einhverjum andskotanum!
En þrátt fyrir allt mitt erfiði gekk þetta ekki eftir því að gaur kom upp að mér hinum meginn í salinn og spurði mig hvort ég vildi ekki gera honum greiða með því að koma til þeirra og vera í einu tæki á meðan þeir væru að taka upp. Bakgrunnurinn var víst alltof tómlegur sagði hann. Ég sló bara til og byrjaði að fleksa tvíhöfðann í tækinu þar sem myndavélin byrjaði nánast framan í mér og færði sig síðan hægt út og inn eftir ganginum með þar sem massinn tók við henni.
Ég hef greinilega leikarablóð í mér því að þetta tók aðeins þrjár tökur.....og eins gott af því að ég var alveg að verða búinn í handleggjunum!