8. nóv. 2005

Jæja

Jæja enginn var greinilega sammála mér með tvífarann........jaaaa annað hvort það eða enginn nennir að kíkja hingað. Sem sagt fannst mér þessi stelpa alveg eins og Erla Sússanna.
Ekki mikið er búið að gerast síðustu daga hjá mér, er meira eða minna búinn að vera inná loftlausu bókasafni allan daginn. Soldið fyndið atvik gerðist um daginn í ræktinni. Ég var s.s. bara að sinna mína, pumpandi byssurnar í gríð og erg þegar ég tek eftir því að það sé að taka upp einhvern sjónvarpsþátt í salnumm. Það er s.s. myndatökumaður og nokkrir tæknimenn og svo einn massi sem var að tala í myndavélina.
Gerði ég mig allra besta að forðast þetta tv crew, skipulagði hringinn minn og tækin gaumgæfilega samkvæmt kúnstarinnar útreikningum til þess að tryggja lágmarkslíkur á því að vera fyrir þessum gaurum. Oft þurfti ég að hraða mér í gegnum viss tæki, jafnvel að hætta fyrir og láta mig hverfa bakvið súlu og lauma mér í burtu áður en myndavélin kæmi.....því að ég var sko ekki að fara lenda í einhverju viðtali eða einhverjum andskotanum!
En þrátt fyrir allt mitt erfiði gekk þetta ekki eftir því að gaur kom upp að mér hinum meginn í salinn og spurði mig hvort ég vildi ekki gera honum greiða með því að koma til þeirra og vera í einu tæki á meðan þeir væru að taka upp. Bakgrunnurinn var víst alltof tómlegur sagði hann. Ég sló bara til og byrjaði að fleksa tvíhöfðann í tækinu þar sem myndavélin byrjaði nánast framan í mér og færði sig síðan hægt út og inn eftir ganginum með þar sem massinn tók við henni.
Ég hef greinilega leikarablóð í mér því að þetta tók aðeins þrjár tökur.....og eins gott af því að ég var alveg að verða búinn í handleggjunum!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hei kúl...verðuru þá í sjónvarpinu?? kv. Guðný

Nafnlaus sagði...

Þú ert bara stjarna maður.....allavegana verðandi frægari en fótboltastjarnan Össi, sem var síðast í sjónvarpinu, þegar hann var í 6 flokki karla í grassspyrnu..... kv slefan

Hildur sagði...

Hahahahaaaa...þetta er samt góður punktur hjá þér! Pældu í þessum bíomyndum sem fjalla um þungaviktalyftingar og gæjarnir þurfa að lifta mörg hundruð kílóum milljón sinnum því takan er aldrei nógu og góð! hahaha

xxx sagði...

Ja.. tessi tv crew.. tegar eg var ad æfa i fitness.dk var eg filmud ...eldraud ad hlaupa a bretti. Og eg sem var ad fara ad hætta eftir halftima hlaup. Sjónin i speglinum eftir upptøkuna var ekki god. Hahah en eg var tv stjarna i tad minnsta.. og tad sa vist hluti af bekknum minum tetta i sjonvarpinu nokkrum vikum seinna. Ekki stolt. En eg var lika ordin adeins of sveitt ;)

Jóel K Jóelsson sagði...

Óskar, varstu ekki örugglega í ÍR-bol í sjónvarpinu ???

Nafnlaus sagði...

Hvenær komið þið hjónin heim?? Þarf að bjóða ykkur í jólaglögg á nýja heimilið :)

Óskar sagði...

Noohhhhh það er ekkert annað...við komum heim seint um kvöld 20.des...við hlökkum til að fá heimboð í slotið :)