26. nóv. 2005

Jájá

Afsakið bloggletina kæru vinir. Í síðustu viku var ég önnum kafinn í sjónvarpsglápi fyrir framan 48" breiðtjaldssjónvarp með ca 50 stöðvar. Við vorum s.s. í Köben alla síðustu viku að passa uppá hús frænku hennar Hildar. Og síðan ég kom heim þá hef ég verið önnum kafinn ofan í bókunum. Eftir minna en mánuð er stóra anatomiuprófið og stressið og pressan er byrjuð að banka dyrnar.
En úr þessu yfir í annað. Ein skondin saga sem ég mundi eftir sem mig langar að deila með ykkur. Um daginn kom nágranni minn upp að mér og spurði mig hvort ég reykti. Ég svaraði því að sjálfsögðu neitandi og velti því fyrir mér af hverju hann spurði að þessu allt í einu. Hann sagði s.s. að hafa séð mig nokkrum dögum áður standandi hérna fyrir utan í einhverju skúmaskoti með eitthvað glóandi í hendinni, og hann var alveg handviss um að það var ég. Þess vegna hélt hann að ég væri að laumast til að reykja án þess að Hildur vissi.
Það tók mig ca. korter að sannfæra hann um að þetta hafi ekki verið ég og að ég hafði ekki hugmynd um hvað hann væri að tala um. Að lokum gaf hann sig og sleppti mér lausum ;)
Svo viku seinna dróg hann mig inn í eldhús hjá sér svo að Hildur myndi ekki heyra og spurði mig aftur út í þetta. Þá hafði hann hugsað betur út í þetta og greinilega ekki trúað mér í fyrra skiptið og hefði greinilega ákveðið að spyrja mig aftur. En að þessu sinni hélt hann ekki að þetta hafði verið sígaretta....í þetta skipti hélt hann að ég hafði verið að reykja hass!!!
Ég vissi ekki hvert ég ætlaði að fara, hann hélt virkilega að ég væri að reykja hass. Og svo starði hann á mig með galopin augu bíðandi eftir hreinskilnu svari. Svo fylgdi ræða um að hann skildi mig mjög vel útaf öllu prófstessinu og álaginu og að honum væri alveg sama og blablalbalba...alveg eins og hann væri alveg sannfærður um að hann hafði rétt fyrir sér.
Í þetta skipti tók það mig ca. hálftíma að sannfæra hann um að hann hafði rangt fyrir sér...og ég held bye the way að hann trúir mér ekki ennþá.
Æ, æ hvar mun þetta allt enda...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahah, já prófstressið getur leikið mann grátt..... en mér finnst nú samt að þú ættir ekki að leyna Hildi þessu, hehe;) Gangi þér vel að læra... kv. Guðný

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha ha... góður þessi, maður ætti kannski að fara eftir ráðum kauða hi hi hi ...... knusaðu kelluna frá mér.... eva

Hulda R. Jónsdóttir sagði...

Gauhaur... Á ekki að kíkja á Norðurlandamótið í Aarhus eftir tvær...??? :D Getum tekið okkur saman og lúskrað á nokkrum dönum... If you like... :)

Hilsen,
Slavo

Nafnlaus sagði...

ok bloggleti er eitt en þetta er nú komið út í öfgar!!!

Nafnlaus sagði...

Já!..maðurinn er meira að segja í mánaðrfíi;) híhíhí....nó exkjúsis