12. jan. 2006

Kominn aftur

Já nú er maður loksins kominn aftur eftir smá pásu. Það helsta sem er að frétta af mér er að ég fékk 8 í anatomiu prófinu mínu og er þess vegna að byrja á minni 3. önn núna í lok janúar. Hildur byrjar í sjúkraþjálfun einnig á sama tíma og vonandi flytjum við um miðjan febrúar nær skólunum okkar beggja.
Ég spáði oft í því í próflestrinum mínum í desember hversu skólinn væri miklu auðveldari ef ég myndi námsefnið jafn vel og ég man bíómyndir og hefði sama metnað til að lesa og ég hef í að æfa...ef svo væri þá væri heimurinn svo miklu auðveldari...jaaa a.m.k. fyrir mitt leyti.
Um jólin fékk ég frábært tækifæri að fljúga með Magnúsi vini mínum, flugum við yfir Breiðholtið, fram hjá Bláfjöllum, Nesjavelli, Selfoss, sumarbústaðinn okkar í Grímsnesi, Bakka, lentum í Eyjum og flugum svo beint heim eftir smá stopp þar. Þetta var alveg frábær ferð og ætla ég að enda þetta blogg með nokkrum myndum sem ég tók...og Magnús, takk fyrir flugið ;)

Huummmm.....hvað mun bíða mín í háloftunum

Magnús flugmaður stendur sko fyrir sínu

Breiðholtið góða


Selfoss

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá æðislegt að þú náðir prófinu, ég vissi að þú gætir þetta;) Gangi þér bara áfram vel í læknisfræðinni og hafið það gott í DK.

Óskar sagði...

Takk Guðný mín :)

Nafnlaus sagði...

Smá prufa ;)