30. okt. 2006

Norður Atlantshafs fjármála-víkingarnir!

Já þetta er eitt af gælunöfnunum sem ég heyrði í gær í fréttunum hérna í Danmörku.

Ekstra Bladet er að ásaka íslensk fyrirtæki fyrir alþjóðlegt skattasvik, peningaþvætti og jafnvel tengsl við rússnesku mafíuna þar sem við fáum pening sem við notum síðan til að kaupa upp fyrirtæki í heiminum.

Ég keypti þetta blað í gær í fyrsta skipti á ævinni, ekki oft sem ég kaupi svona sora, og ef satt skal segja þá var nú ekkert mikið varið í þessa grein. Engar sannanir birtar heldur einungis frekar einsleit umfjöllun þar sem er reynt að draga upp sem verstu mynd af íslenskum fjármálamönnum.

Svo var tekið viðtal við einhvern Rússa sem rekur lögfræðistofu sem á að hafa aðstoðað Íslendinga í viðskiptum hérna í Danmörku. Hann er svo tengdur við einhver vafasöm viðskipti í heimalandi sínu en aldrei eru nein bein tengsl sýnd á milli Íslands og þessara vafasama Rússa sem er minnst á.

Ritstjóri blaðsins segir að hann sé búinn að hafa menn vinnandi baki brotnu í marga mánuði í þessu máli og lofar fleiri umfjöllunum á næstu vikum sem á eftir að fletta ofan á gríðarlega flóknu svindl-kerfi ýmissa íslenskra fjármálafyrirtækja.

Í greininni draga þeir fram mynd af kerfi sem þeir segja KB banka nota til að svindla undan skatti...þá sérstaklega hérna í Danmörku að sjálfsögðu. Segja þeir að KB banki flytji peninga á milli banka m.a. í Lúxemborg og á fleiri stöðum í heiminum til að sleppa borga skatta. Segja þeir þetta vera mjög grunsamlegt kerfi og er t.d. hægt að nota til að hvítþvo peninga og er sennilega með rússneska mafíupeninga í huga þar. En á sama tíma segja þeir að þetta er ekki ólöglegt! Hvað er þá eiginlega að því að nota þetta kerfi?

En það verður spennandi að fylgjast með næstu greinum því að þetta á að verða einhver stór röð að greinum sem blaðið ætlar að birta á næstu vikum.

Þeir segja að þeir eru að fletta ofan að stórfelldum svikum og prettum...ég hlæ bara að þessu :)

Eins og gaurinn sagði í fréttunum í gær: „I hope they buy Tivoli next!“

27. okt. 2006

Tvífótartækling


Þetta er ein besta tækling sem ég hef séð...þetta minnir mig bara á Gunnar Jarl :)

20. okt. 2006

Sannleikur

"Við erfum ekki jörðina frá forfeðrum okkar...við lánum hana frá börnunum okkar"

18. okt. 2006

Sumarið í hnotskurn

Já síðasta sumar var frábært í alla staði og segir þessi mynd allt það sem segja þarf.





16. okt. 2006

Loksins frítt SMS í DK

Rúnar dómari og snillingur var svo duglegur að finna heimasíðu þar sem maður getur sent frítt SMS í Danmörku.

Síðan er hér.

Ég skellti einnig link á síðuna undir „Ýmislegt“ hérna til hliðar.

Einnig er þetta stórsniðugt fyrir ykkur fólkið heima sem vilja hafa samband við okkur eða bara senda okkur fyndin SMS :)

15. okt. 2006

Update

Jæja ég fékk ekki Nyhedsavisen í viku þannig að ég sendi þeim bara email....og viti menn, blaðið komið í póstkassan tveimur dögum seinna.

Allt mér að þakka þá fá líka allir aðrir sem búa hérna blaðið líka, flestum finnst þetta að vera komið alveg nóg þar sem við fáum núna 3 fríblöð á dag plús allt hitt draslið...en svona er bara að hafa Íslending í húsinu :)

8. okt. 2006

Tón-list

Það er alltaf gaman þegar maður uppgvötar nýja tónlistarmenn sem spila sig beint inn í hjartað á sér. Ekki gerist það oft fyrir mig enda hef ég aldrei (því miður) verið mjög tónlistarlega sinnaður, en það gerðist þegar ég fékk disk í afmælisgjöf með sífellt hækkandi íslenskri stjörnu að nafni Pétur Ben.

Platan heitir Wine for my weakness og er þetta fyrsta platan hans sem hann gefur út og sýnir hún strax hversu efnilegur hann er. Hann fær m.a. hjálp frá konu sinni og mörgum öðrum tónlistarmönnum sem gerir þetta að mjög skemmtilegri blöndu. Svo einnig er þetta allt frumsamið sem mér finnst alltaf jafn frábært/skemmtilegt, bæði texta- og lagasmíð eru í hágæðaflokki enda lendir þessi plata oft í tækinu okkar hérna í Aarhus :)

Langaði bara að segja ykkur frá þessu :)

PS. Ég fékk ekki Nyhedsavisen í gær né í morgun! Hvað er í gangi? Danirnir hérna úti greinlega ekki að standa sig í blaðadreifinguni. Ef þetta lagast ekki í næstu viku verð ég að gera eitthvað í þessu.


Wine for my weakness

5. okt. 2006

Nyhedsavisen/Fréttablaðið

Jæja á morgun kemur loksins hið íslensk/danska fréttablað "Nyhedsavisen" út hér í Danmörku. Það er búið að vera ansi forvitnilegt að fylgjast með öllum hamaganginum sem er búið að vera í kringum þetta allt saman.

Danirnir eru sko langt frá því sáttir að við litlu Íslendingar séu að troða okkur inn á fréttamarkaðinn þeirra og eru búnir að gera ýmsar ráðstafanir síðustu vikur í tilraun að hrekja okkur frá markaðinum þeirra.

Til dæmis byruðu tvö af stærstu fréttaútgáfunum hérna að gefa út sín eigin ókeypis "fréttablöð" alveg eins og Nyhedsavisen aðeins í þeim tilgangi að taka markaðshlutheild frá Nyhedsavisen. Og ekki nóg með það þá pössuðu þessi tvo fyrirtæki upp á það að ekki fara í samkeppni við hvort annað heldur aðeins Nyhedsavisen með því að ekki senda sín blöð á áskrifendur hins fyrirtækisins heldur aðeins sína eigin áskrifendur.

Það var auðvitað kært til samkeppnisráðs en ég veit ekki hvernig það endaði.

Einnig ætlaði Nyhedsavisen að kaupa áskrift að einhverri svona "fréttamiðstöð" sem er einhverskonar fréttaþjónusta sem þessar stóru fréttastofur nota en þeim var bara einfaldlega neitað að kaupa áskrift! Og ekki gefin nein góð skýring á af hverju.

Þetta var einnig kært að sjálfsögðu.

Það er sko greinilegt að við erum búnir að gera rosalega usla hérna í Danmörku með útgáfu Fréttablaðsins hérna og það verður ansi fróðlegt að sjá hvort þessi hugmynd gengur upp.

Svo eru fréttastofur um allan heim að fylgjast með hvort þetta gengur upp hjá okkur því að þetta er víst í fyrsta sinn sem þetta er reynt. Ef þetta gengur upp hjá okkur má búast við því að fréttastofur út um allan heim fylgi á eftir og það finnst mér ótrúlegt. Hverjum hefði dottið í hug að fréttastofur um allan heim myndi fylgjast svona náið með litla Fréttablaðinu okkar? :)

Munið á morgun þegar þið opnið póstkassan að lesa Nyhedsavisen og henda hinu draslinu :)

3. okt. 2006

Óskar Pólverji!

Já ég hefði getað verið Pólverji (eða þóst vera einn). Ég var í búðinni um daginn með Hildi og við vorum í einhverjum gasalega spennandi umræðum hvað við ættum eftir á innkaupalistanum okkar. Um leið og Hildur fer að sækja eitthvað kemur ókunnugur maður upp að mér og segir eitthvað óskiljanlegt við mig. Samtalið var einhvernveginn svona:

Ókunningi: Brsúnigls
Ég: Haa?
Ókunningi: Brsjandks polsk?
Ég: Hvad?
Ókunningi: Ó, so you speak polsk?
Ég: Eeeeehhh nej...
Ókunningi: Ó unskyld, jeg troede du snakkede polsk?
Ég: Eeeehhh nej...
Ókunningi: Min ven her (og benti á vin sinn) er polsk og hann troede at du snakkede polsk?
Ég: Eeeehhh nej...
Ókunningi: Hvilket sprog var det så?
Ég: Det var islandsk.
...................
Og svo endaði samtalið sem betur fer fljótlega eftir að ég var búinn að sannfæra hann um að ég væri ekki Pólverji.

Fyrir utan hvað þetta var rosalega asnalegt samtal þá kom mér mest á óvart að alöru Pólverji hélt á nokkurs vafa að ég væri einnig Pólverji. Hvernig gengur það fyrir sig eiginlega? Ég hef reyndar heyrt frá Pólverja að fólk frá Suður-Póllandi skilja ekki orð hjá þeim frá Norður-Póllandi, og öfugt að sjálfsögðu.

En án djóks hvernig virkar það eiginlega þegar fólk í sama landi geta ekki skilið hvort annað? Hugsið ykkur ef við þyrftum að kunna annað tungumál til að tala við fólk frá Akureyri.

Gæti ég farið til Póllands og þóst vera pólskur sveitastrákur norður í fjöllum?

Sendum Sveppa til að athuga þetta!