8. okt. 2006

Tón-list

Það er alltaf gaman þegar maður uppgvötar nýja tónlistarmenn sem spila sig beint inn í hjartað á sér. Ekki gerist það oft fyrir mig enda hef ég aldrei (því miður) verið mjög tónlistarlega sinnaður, en það gerðist þegar ég fékk disk í afmælisgjöf með sífellt hækkandi íslenskri stjörnu að nafni Pétur Ben.

Platan heitir Wine for my weakness og er þetta fyrsta platan hans sem hann gefur út og sýnir hún strax hversu efnilegur hann er. Hann fær m.a. hjálp frá konu sinni og mörgum öðrum tónlistarmönnum sem gerir þetta að mjög skemmtilegri blöndu. Svo einnig er þetta allt frumsamið sem mér finnst alltaf jafn frábært/skemmtilegt, bæði texta- og lagasmíð eru í hágæðaflokki enda lendir þessi plata oft í tækinu okkar hérna í Aarhus :)

Langaði bara að segja ykkur frá þessu :)

PS. Ég fékk ekki Nyhedsavisen í gær né í morgun! Hvað er í gangi? Danirnir hérna úti greinlega ekki að standa sig í blaðadreifinguni. Ef þetta lagast ekki í næstu viku verð ég að gera eitthvað í þessu.


Wine for my weakness

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já ég er heldur ekki búin að fá nyhedsavisen!!!