21. feb. 2007

London 2007

Jæja langt síðan síðast. Margt er búið að gerast síðan síðast. Síðast þegar ég bloggaði var ég í fýlu, núna er ég ekki í fýlu.

Við skelltum okkur til London (ég, Hildur og Guðný)! Það var alveg frábær ferð og við fengum frábæra aðstöðu hjá Heiði og Jóa ásamt ótrúlega góðri leiðsögn út um allt, takk kærlega fyrir okkur...betra seint en aldrei ekki satt :) Það var rosalega gaman að koma til London, við tókum góðan ferðamannapakka á þetta, London Eye, London Aquarium, Lion King söngleikinn, pöbbarölt, trúristarölt hjá Big Ben, Camden Town, Tower Bridge, Tower of London, London Wall svona þannig að það helsta sé nefnt. Einnig vorum við orðin sérfræðingar í neðanjarðarlestakerfinu og vorum við byrjuð að "fljúga" á milli staða undir lokin.



Hildur og Jói komust að því að þau voru alveg eins klædd...alveg óvart!


Maður sér ekki svona pöbb á Íslandi.


Traustvekjandi í 130 m hæð...einmitt!



Öryggisverðir að athuga hvort við skyldum eftir sprengju í hylkinu okkar.


Sjáið þið flatfiskinn? (Ekki þessi uppi til hægri)



Hið fríða föruneyti


Næsta á dagskrá er árshátíð íslenskra læknanema í Danmörku í Odense næstu helgi:)