26. sep. 2005

Kominn með gemsanúmer!

Er loksins kominn með danskt gemsanúmer, númerið er: 60 64 17 59
Verið nú dugleg að hringja í mig og senda mér sms ;)

22. sep. 2005

Veikindi og lækningar

Já loksins þegar maður er búinn að skipuleggja ferð til Köben með smá heimsókn til Svíðþjóðar kemur einhver veikindadjöfull og slær mann beint niður í gólfið. Alltaf gaman þegar svona gerist, ég einhvern veginn veikist alltaf á verstu tímunum og þegar ég hef ekkert betra að gera en að vera veikur...þá er ég sem frískastur.
Allt þetta veikindavesen fór ekki vel í hana Hildi og sá hún jafnvel fram á það að þurfa hætta við ferðina um helgina. En hún Hildur deyr aldrei ráðalaus og hún var sko ekkert á því að þurfa sætta sig við það að hætta við ferðina. Þannig að hún ráðfærði sig við móður sína, sem fyrir þá sem þekkja hana ekki er sérfræðingur í öllum heilsu/grasa/fræ/olíu-fræðum sem gæti hugsanlega hjálpað. Hún sendi Hildi beint útí einhverja heilsubúð og þar kom hún út hlaðin alls konar heilsuvarningi handa Óskari sínum sem átti að gera hann frískan á einum degi. Einnig átti ég að halda mér alveg kyrrum fyrir, ekkert fara út, ekkert að læra, drekka mikið að vatni og ekki mikið af óhollum mat...fékk ég nokkrar hringingar yfir daginn til að staðfesta að öll þessi atriði voru í lagi.
Þannig að þegar hún kom heim þá var ég strax látinn drekka sólhatt ofan í djúsinn minn og ávextir settir í skálina fyrir framan mig. Í kvöldmatinn var elduð grænmetissúpa sem var stútfull af spínati og í eftirrétt fékk ég einhverskonar sítrónute...eða það held ég a.m.k..........með meiri sólhatti. Eftir þetta gat ég gætt mér á súkkulaðinu mínu sem hún keypti...........sem var að vitaskuld sykurlaust beint úr heilsubúðinni.
Já, þegar Hildur er búinn að skipuleggja eitthvað, þá kemur sko ekkert í veg fyrir það ;)

20. sep. 2005

Súkkulaði

Ég lýsi því hér með yfir að ég er súkkulaði fyrir öllum þessum "klukkunum" sem eru í gangi núna á netinu.
Helst dökkt súkkulaði...

19. sep. 2005

Bland í poka

Já loksins ákvað N-Kórea að gefa sig í kjarnorkuviðræðunum. Ég var búinn að gefa upp alla von um þetta mál, var farinn að horfa á það með sömu augum og Ísrael-Palestína, sömu vonleysisaugunum.
Við Hildur ætlum að skella okkur til Köben næstu helgi, stefnan hjá mér var sú að hittast á Leiknisstrákana sem verða þar einnig (einhver verður að halda í taumana á þeim hérna í Danmörku). Hildur ætlar í staðinn að hitta einhverjar vinkonur en að sjálfsögðu verður tívolíið tekið með stæl í leiðinni!
Ég fór að hugsa út í það þegar við komum hingað fyrst til Danmerkur tómhent og vitlaus. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan og sést það mjög vel á stofunni okkar sem hefur tekið miklum breytingum á einu ári. Svona til gamans langar mig að birta fyrir/eftir mynd af stofunni.
Hérna erum við að snæða morgunmat á innflutningskössunum. Á þessum kössum borðuðum við í næstum tvær vikur held ég þar til við keyptum litla stofuborðið okkar.

Og hérna er ég ári seinna að horfa á sjónvarpið.

14. sep. 2005

Skoðun

Ég hata að missa af strætó...
Ég hata að missa af strætó...
Ég hata að missa af strætó...
Ég hata að missa af strætó...
Ég hata að missa af strætó...
Ég hata að missa af strætó...
Ég hata að missa af strætó!!!

7. sep. 2005

Nú er ruglið búið

Já og ég segi það einu sinni enn...nú er ruglið búið!
Það er búið að sýna sig og sanna, ég er ekki sumarbloggari. Eftir núna tvö sumur sem bloggari hef ég nánast ekkert bloggað í bæði skiptin, svona er þetta bara.
Einnig varð ekki mikið úr miklu hólmgöngunni í sumar, veit ekki ennþá af hverju. Kexpakkarnir voru reyndar alltaf fljótir að klárast áður en hólmgangan hófst, kannski kemur það málinu eitthvað við. En ég lofa ykkur samt að þessi hólmganga mun klárast...veit bara ekki alveg hvenær.
En þá er komið að smá sögu frá Danmörku, ein sem endurspeglar enn og aftur hversu skrýtið fólk býr hérna. Ég var s.s. að horfa á sjónvarpið um daginn á dönsku útgáfuna af Viltu vinna milljón. Þetta var sérstakur þáttur sem hafði undirtitilinn Mig og min eks eða Ég og mín/minn fyrrverandi. Þessi umtalaði þáttur var einmitt þannig að fyrrverandi hjón kepptu saman í stólnum að svara spurningunum.
Eins og alltaf byrjar stjórnandinn á smá kynningu og spjalli við keppendur, það hljómaði einhvernveginn svona:
Stjórnandi lítur í myndavélinna: Já í stólnum hjá mér sitja Jorgen frá Horsens og Anna frá Aarhus, Jorgen er blablabla og Anna vinnur við blablabla.
Stjórnandi lítur á keppendur: Verið velkomin í stólinn, segið mér, hvenær skilduð þið?
Og eins og ekkert sé eðlilegra svöruðu hjónin.
Hjónin: Já við skildum ´96, er það ekki? (lítur á hinn aðilann), jú ´96 var það.
Svo fóru í gang einhverjar samræður um hvað gekk ekki upp og af hverju þau skildu og hvernig þau höfðu það í dag. Ég vek athygli að öllum fannst þetta fullkomlega eðlilegt.
Svo þegar þau eru komin upp í einhverjar þúsundir spyr stjórnandinn hvað þau ætla að gera við peningana.
Konan: Já af því að börnin okkar búa hjá mér þá fara peningarnir beint í þau og heimilið.
Karlinn: Já ég ætla að kaupa mér Jagúar...(kannski þess vegna að þau skildu?).
Eftir þetta þá gafst ég upp að horfa á þetta og skipti um stöð, þetta var bara of mikið fyrir mig. En svo datt okkur í hug hvernig þau ætla að skipta peningunum og sé ég aðeins hörkurifrildi fyrir mér í þeim málum:
Af hverju ætti þú að fá jafn mikið og ég, ég svaraði fleiri spurningum en þú?
Það er ekki satt, ég vissi líka svarið, ég leyfði þér bara að svara!
En ég kom okkur í stólinn með því að vera fyrstur að raða í stafrófstöð, ég ætti að fá meira fyrir það!
En ég skráði okkur í þáttinn til að byrja með, það er ég sem á að fá meira en þú!
Já ekki vildi ég koma á milli þeirra þarna. Vona að þetta hafi verið skemmtilega saga og að hún hafi varpað einhverju ljósi á lífið hérna úti. Nú er kominn nýr tími á þessari síðu, nú er ég kominn aftur.