19. sep. 2005

Bland í poka

Já loksins ákvað N-Kórea að gefa sig í kjarnorkuviðræðunum. Ég var búinn að gefa upp alla von um þetta mál, var farinn að horfa á það með sömu augum og Ísrael-Palestína, sömu vonleysisaugunum.
Við Hildur ætlum að skella okkur til Köben næstu helgi, stefnan hjá mér var sú að hittast á Leiknisstrákana sem verða þar einnig (einhver verður að halda í taumana á þeim hérna í Danmörku). Hildur ætlar í staðinn að hitta einhverjar vinkonur en að sjálfsögðu verður tívolíið tekið með stæl í leiðinni!
Ég fór að hugsa út í það þegar við komum hingað fyrst til Danmerkur tómhent og vitlaus. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan og sést það mjög vel á stofunni okkar sem hefur tekið miklum breytingum á einu ári. Svona til gamans langar mig að birta fyrir/eftir mynd af stofunni.
Hérna erum við að snæða morgunmat á innflutningskössunum. Á þessum kössum borðuðum við í næstum tvær vikur held ég þar til við keyptum litla stofuborðið okkar.

Og hérna er ég ári seinna að horfa á sjónvarpið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá enginn smá munur, verð nú að segja að stofan í dag er aðeins meira kósý...þó það sé nú ekki slæmt að borða við pappakassa;)
Skemmtið ykkur vel í Köben, kv. Guðný.

Unknown sagði...

Vááá, hvað það er fínt hjá ykkur! Synd að við skulum ekki hafa fengið að berja herlegheitin augum í Danmerkurferðinni þarna í den.