18. jan. 2008

Fysiologi búin!

Já fysiologi er staðinn...þetta er sko besti fjarki sem ég hef nokkurn tímann fengið :)

5. jan. 2008

Endurvakning

Þetta próftímabil búið í bili og nú tekur hin langa bið eftir niðurstöðum.

Annað hvort nær maður prófinu og heldur áfram á næstu önn eða fer beint að læra fyrir endurtektarpróf sem svo skemmtilega á sama tíma og næsta önn er í fullum gangi. Þannig ef það verður farið út í hart þá byrja ég í hörkupróflestri aftur um miðjan janúar, klára endurtektarpróf og byrja á milljón að vinna upp vinnutapið sem maður er þá búinn að missa af því að þá er frekar stutt í næsta próf. Og það besta er að maður veit aldrei hvort maður er búinn að ná endurtektarprófinu eða ekki, þannig að öll þessi vinna gæti verið til einskins.

Alltaf gaman að sjá svona skemmtilegt stjórnunarskipulag sem ekkert vit er í.

En nú er ég að vinna í því að koma aftur til siðmenningarinnar. Eða með orðum:
  • Vita hvaða dagur er í dag...ekki lifa samkvæmt niðurtalningu.
  • Fara sofa fyrir kl 6 að morgni og reyna vakna fyrir hádegi.
  • Borða reglulega og hollan mat...ekki henda einhverju rusli í sig þegar maður nennir.
  • Fara út
  • Fylgjast aftur með fréttum.
  • Hreyfa sig.
  • Lesa eitthvað skemmtilegt.
  • Tala við vini sína og fjölskyldu.
  • Drekka kaffi í hófi.
  • ...Eitthvað margt fleira.
Flest er að ganga samkvæmt áætlun.

Annars þykir mér það leitt að ekki geta hitt neinn um jólin, ég var fastur í kjallaranum að læra eða horfa á sjónvarpið til að róa taugarnar.

Hilsen í bili.