4. feb. 2005

Hitt og þetta

Ég gjörsamlega þoli ekki þegar kennarar nota svona rauðan laser punkt í kennslu. Ég meina hvernig í ósköpunum á maður að geta fylgt öldruðum, skjálfhentum próffessor eftir þegar punkturinn er á ferð og flugi út um allt. Svo veit ég um einn hér á fyrsta ári sem er litblindur og sér ekki einu sinni punktinn og hefur þar af leiðandi ekki hugmynd um á hvað kennarinn er að benda á.
Það hafa allir spilað Trivial pursuit er það ekki? Í fjólubláu útgáfunni, sem ég held að sé sú nýjasta, eru oft soldið skuggaleg svör við spurningunum finnst mér. Man einhver eftir að hafa fengið spurninguna:
Hvort er réttara að segja, að taka réttan pól í hæðina eða rétta hæð í pólinn?
Samkvæmt spilinu er rétt að segja seinni möguleikann en í öllum þeim tilfellum sem ég hef verið að spila þá hafa allir viðstaddir verið ósammála þessu. Ég fletti þessu upp á vísindavef HÍ og þar fann ég einmitt svar við þessari spurningu, hér er brot úr tekstanum úr þessu svari:
En sé mögulegt að taka skakkan pól í hæðina hlýtur líka mega taka réttan pól í hæðina og því rétt að segja ‘að taka réttan pól í hæðina’ en ekki ‘að taka rétta hæð í pólinn’.
Samkvæmt þessu er svarið rangt hjá spilinu eins og allir voru sammála um. Þetta er ekki fyrsta skipti sem ég hef rekist á undarlegt svar úr þessu spili. Þetta finnst mér ekki gott mál þar sem höfundar spilsins bera mikla ábyrgð að hafa öll svör eins réttust og hægt er. Þannig að munið það í framtíðinni þegar spilar er þessi útgáfa af trivial að ekki taka öll svör of alvarlega og ef þau hljóma undarlega þá athuga það sjálf.

3. feb. 2005

Myndasíða

Kæru vinir, ég vill vekja athygli að ég er loksins búinn að setja nokkrar myndir á netið. Vonandi nær maður að setja fleiri myndir inn í framtíðinni.

En ég það kom mér pínú á óvart að ég er núna strax búinn að nota 39% af þessum ókeypis heimasvæði sem ég skráði mig inn á, ekki er það nú mikið sem maður fær.

Jæja ekkert væl Óskar og haltu áfram að læra!