24. apr. 2005

Stjörnuhrap!

Já það nýjasta nýtt í innbúinu okkar hérna í Danmörku er ekkert annað en Sing Star Party! Nú hristum við Hildur reglulega loftið hjá Claus nágranna á neðri hæðinni með hreint út sagt ótrúlegum töktum, við tökum við miðapöntunum frá og með næsta mánudegi.
Einnig skelltum við okkur í alvöru circus um helgina og ekki var hann af verri kantinum. Circus Arena er nemlig Nordens storste circus. Alveg var það frábær upplifun, trúðar, fílar, hestar, fimleikar og allt sem circus getur boðið uppá.
Annars er þessi Sing Star leikur eitthvað að fara í mig, ég er einfaldlega svo ótrúlega lélegur að Hildur vinnur mig alltaf! Eða ég ætti að segja nánast alltaf því að það undur og stórmerki gerðist áðan í ótrúlega harðri keppni á milli okkar.......................ég vann!
Ég á eftir að lifa á þessu út næsta mánuð, því að ekki á þetta eftir að gerast aftur í bráð.

21. apr. 2005

Hugleiðing

Stelpur á háhæluðum skóm á bókasöfnum eru verkfæri djöfulsins...

19. apr. 2005

Er ég á leiðinni að lesa yfir mig?

Það er eitthvað skrýtið á seyði þegar:

...maður er inni á heitu og loftlausu bókasafni alla daga á meðan það er sól og gott veður úti.
...manni er byrjað að dreyma námsefnið reglulega.

...þad er komid far aftan á flíspeysuna eftir skólatöskuna.

...maður er farinn ad hlakka til helgarinnar ekki af því ad þá er maður ad fara skemmta sér og slappa af heldur af þvi að þá fær maður svo góðan tíma til að læra.

...maður veit ekki lengur hvaða vikudagur er þvi að allir dagar eru eins.

...það eru að byrja myndast göt i skeggrótinni.
...maður er með hausverk annan hvern dag.
...manni er byrjað að finnast notalegt í strætó af því að þá getur maður slappað aðeins af.
...þegar maður er byrjaður að slappa af í strætó!
Mig grunar að ég sé á leiðinni að lesa yfir mig.

14. apr. 2005

Hugarfar heilsunnar

Á taekwondo æfingu fyrir svona einu og hálfu ári síðan (þegar ég var ekki með bumbu) þá meiddist einn gaur í hnénu. Hann hafði verið í einhverju basli með hnéð ef mig minnir rétt og það gerist eitthvað í miðju sparki þannig eitthvað brestur og hann dettur. Hann getur ekki staðið upp og nauðsynlegt er að hringja á sjúkrabíl.
Eftir góðan tíma rennur sjúkrabíllinn í hlað og tveir hressir kallar koma inn í æfingasalinn með börur og byrja að athuga hnéð. Aumingja gaurinn var búinn að vera sárþjáður í góðan tíma og spyr sjúkraliðana eftir smástund hvernig útlitið sé fyrir hnéð á sér.
"Hvernig lítur þetta út? Get ég haldið áfram að æfa?"
Þá svara sjúkraliðinn: "Nei, því miður, þú munt aldrei geta æft aftur"
"Neiiiiiii ohhhhhh í alvöru" Kallaði greyið maðurinn.
Skiljanlega alveg þvílíkt svekktur að meiða sig svona á fyrstu æfingunni sinni eftir meiðslin sín.
Eftir ca 5 sekúndur segir sami sjúkraliðinn:
"Neiiiiiiiiiii ég er bara að djóka í þér, þetta verður allt í lagi eftir 2 mánuði!"

10. apr. 2005

Hugleiðing

Í sumar ætla ég að fá geðveikt stóran musculus sternocleidomastoideus...

7. apr. 2005

Demba ársins

Ég sem hélt að vorið var að koma hérna í Danmörku. Síðasta vika er búin að vera frábær, soldið svalt loftið en sólin er aldeilis búin að vera dugleg að hita okkur jarðlingana upp.
En hvað gerist svo í morgun? Það kemur þessi hellidemba sem er gjörsamlega dynur á þakinu mínu. Ég hélt á tímabili að sprungur væru að myndast í þakgluggunum, svo "föst" var rigningin.
Þetta hlýtur að vera vetur konungur að kveðja og eftir þetta þá kemur vorið í allri sinni dýrð. Það er jú ávallt mesta myrkrið rétt áður en það birtir til. Vorið er að koma, ég veit það. Það mun koma eftir helgina.
Ég vona að ég nái að sannfæra veðurguðina eins og ég er búinn að sannfæra sjálfan mig.

5. apr. 2005

Áhugaverð lesning

Í gær var ég í u.þ.b. 2 og hálfan tíma að lesa um endarþarminn, endarþarmsopið og allt þar í kring. Með þessari skemmtilegu lesningu starði ég á margvíslegar myndir í atlasnum mínum og reyndi að leggja allt á minnið.
Þar kom margt skemmtilegt í ljós sem ég ekki vissi, þar á meðal er að það er ekki alveg svo einfalt ferli að kúka en ég hélt. Þetta er bara eitthvað sem ég hef aldrei spáð í, mjög áhugavert.
Þau skipti sem ég hef verið á klósettinu síðan þá hef ég aldeilis verið að spá í því hvað sé nákvæmlega að gerast. En ég vona samt að þetta líði hjá fljótt, þegar ég hugsa út í þetta aðeins betur þá var bara fínt að vera algjörlega clueless um þetta ferli.
Eitt að lokum á meðan ég er í þessum hugleiðingum. Nú er ekki lengur hægt að tefla við páfann, hvað gerir maður þá? Þarf maður að bíða í tvær vikur?

3. apr. 2005

Dönsk vitleysa

Ég er nýbúinn að fá mér danskan heimabanka og í fyrradag ætlaði ég að nota hann til að borga húsaleiguna. Ekki reyndist það vera hægt því að reikningurinn minn kom hreinlega ekki upp á millifærslusíðunni. Þetta er greinilega bara eitthvað smá tölvuvandamál sem bankinn verður að laga þannig að ég sendi þeim email og útskýrði hvað var að hjá mér. Tveimur dögum seinna fékk ég svar frá þeim:
Da du ikke kan hæve på din konto i Netbank, skal du kontakte bankafdeling.
Med venlig hilsen
Grethe Hansen
Danske Bank
Kundeservice.
Lausleg þýðing: Ef þú getur ekki tekið út af reikninginum þínum í netbankanum, skaltu hafa samband við bankadeildina.
Var það ekki nákvæmlega það sem ég var að gera?
Hálvitar...