5. apr. 2005

Áhugaverð lesning

Í gær var ég í u.þ.b. 2 og hálfan tíma að lesa um endarþarminn, endarþarmsopið og allt þar í kring. Með þessari skemmtilegu lesningu starði ég á margvíslegar myndir í atlasnum mínum og reyndi að leggja allt á minnið.
Þar kom margt skemmtilegt í ljós sem ég ekki vissi, þar á meðal er að það er ekki alveg svo einfalt ferli að kúka en ég hélt. Þetta er bara eitthvað sem ég hef aldrei spáð í, mjög áhugavert.
Þau skipti sem ég hef verið á klósettinu síðan þá hef ég aldeilis verið að spá í því hvað sé nákvæmlega að gerast. En ég vona samt að þetta líði hjá fljótt, þegar ég hugsa út í þetta aðeins betur þá var bara fínt að vera algjörlega clueless um þetta ferli.
Eitt að lokum á meðan ég er í þessum hugleiðingum. Nú er ekki lengur hægt að tefla við páfann, hvað gerir maður þá? Þarf maður að bíða í tvær vikur?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja Óskar minn, þá er komið að því.... þú ert endanlega búinn að lesa yfir þig!!

Óskar sagði...

Þóra...þetta er aðeins byrjunin.