14. apr. 2005

Hugarfar heilsunnar

Á taekwondo æfingu fyrir svona einu og hálfu ári síðan (þegar ég var ekki með bumbu) þá meiddist einn gaur í hnénu. Hann hafði verið í einhverju basli með hnéð ef mig minnir rétt og það gerist eitthvað í miðju sparki þannig eitthvað brestur og hann dettur. Hann getur ekki staðið upp og nauðsynlegt er að hringja á sjúkrabíl.
Eftir góðan tíma rennur sjúkrabíllinn í hlað og tveir hressir kallar koma inn í æfingasalinn með börur og byrja að athuga hnéð. Aumingja gaurinn var búinn að vera sárþjáður í góðan tíma og spyr sjúkraliðana eftir smástund hvernig útlitið sé fyrir hnéð á sér.
"Hvernig lítur þetta út? Get ég haldið áfram að æfa?"
Þá svara sjúkraliðinn: "Nei, því miður, þú munt aldrei geta æft aftur"
"Neiiiiiii ohhhhhh í alvöru" Kallaði greyið maðurinn.
Skiljanlega alveg þvílíkt svekktur að meiða sig svona á fyrstu æfingunni sinni eftir meiðslin sín.
Eftir ca 5 sekúndur segir sami sjúkraliðinn:
"Neiiiiiiiiiii ég er bara að djóka í þér, þetta verður allt í lagi eftir 2 mánuði!"

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og vard svo í lagi med hann eda...

Nafnlaus sagði...

AHA! það var sem sagt á þessu augnabliki sem rann upp fyrir þér að þú vildir verða læknir! hægt að ljúga öllu að sárþjáðum og auðtrúa sjúklingum;)...aldrei slæm tíðindi frá þér því þú verður alltaf búinn sprengja þá með einhverju enn verra djóki! híhí

Nafnlaus sagði...

...P.S ég skora á þig í aðra sing star keppni i aften!!! múhahaha búin að æfa mig í aaaaaalllan dag;)

Óskar sagði...

Eg skal rusta ther eins og eg gerdi i gær. Athugadu bara heildarstigin, er thad ekki enntha Oska sem er efstur, og eg vil ekki heyra neinar afsakanir ;)

Nafnlaus sagði...

...it is not over until the fat lady sings!!...það ríkur úr mækinum eftir daginn og þú verður búinn að vera um leið og ég kemst á háa C-ið!!;) ...bíddu bara, ég gæti spreng allt heila settið með kraftinum!!