19. apr. 2005

Er ég á leiðinni að lesa yfir mig?

Það er eitthvað skrýtið á seyði þegar:

...maður er inni á heitu og loftlausu bókasafni alla daga á meðan það er sól og gott veður úti.
...manni er byrjað að dreyma námsefnið reglulega.

...þad er komid far aftan á flíspeysuna eftir skólatöskuna.

...maður er farinn ad hlakka til helgarinnar ekki af því ad þá er maður ad fara skemmta sér og slappa af heldur af þvi að þá fær maður svo góðan tíma til að læra.

...maður veit ekki lengur hvaða vikudagur er þvi að allir dagar eru eins.

...það eru að byrja myndast göt i skeggrótinni.
...maður er með hausverk annan hvern dag.
...manni er byrjað að finnast notalegt í strætó af því að þá getur maður slappað aðeins af.
...þegar maður er byrjaður að slappa af í strætó!
Mig grunar að ég sé á leiðinni að lesa yfir mig.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

óóóóóóóskar hvaaaar ertu.... nú fer ég á stúfana og stofna F.E.A.Y.L. (félag einmana aðstandendra yfirlesna læknanema:) Ætli ég nái ekki Grími með mér í þetta félag...híhíhí

Nafnlaus sagði...

dr.slefan skrifar.....binn ðer.. nó vorrís... bara harka síðasta mánuðinn og svo kemur 3 sem. þá ferðu að sakna bókanna..... gangi þér rosa rosa vel....

Óskar sagði...

Þakka þér fyrir Dr. Slefan. Þetta er líka mjög góð hugmynd hjá Hildi, er ekki bara spurning um að koma aðstandendum okkar saman. Meðal verkefnum þeirra gæti t.d. verið að skipuleggja partý handa okkur til að slappa af...hummm það hljómar ekki svo illa.

Sævar sagði...

hehehe, þekki þetta með skeggrótina...leiðinda ávani að plokka :)

kær kveðja