7. apr. 2005

Demba ársins

Ég sem hélt að vorið var að koma hérna í Danmörku. Síðasta vika er búin að vera frábær, soldið svalt loftið en sólin er aldeilis búin að vera dugleg að hita okkur jarðlingana upp.
En hvað gerist svo í morgun? Það kemur þessi hellidemba sem er gjörsamlega dynur á þakinu mínu. Ég hélt á tímabili að sprungur væru að myndast í þakgluggunum, svo "föst" var rigningin.
Þetta hlýtur að vera vetur konungur að kveðja og eftir þetta þá kemur vorið í allri sinni dýrð. Það er jú ávallt mesta myrkrið rétt áður en það birtir til. Vorið er að koma, ég veit það. Það mun koma eftir helgina.
Ég vona að ég nái að sannfæra veðurguðina eins og ég er búinn að sannfæra sjálfan mig.

Engin ummæli: