11. feb. 2006

Laugardagskvöldshugleiðingar

Hef oft spáð í því frá því að ég byrjaði í skóla hérna úti hversu mikið tungumál getur haft áhrif hvernig fólk sér mann þ.e. hvernig persónuleiki maður er. Fyrsu mánuðina mína hérna reyndi ég bara að sitja aftast í kennslustofunni og gerði mitt besta að komast í gegnum daginn án þess að þurfa tala eitthvað af viti...því að ég kunni einmitt ekki orð í dönsku...fyrir utan "ég heiti Óskar og er frá Íslandi"...
Hvernig skynjuðu krakkarnir mig fyrsta árið? Sennilega hafa þeir talið mig vera mjög feimin og hlédrægan sem vill helst bara vera einn, ég hef örugglega verið svona "ruglaði Íslendingurinn"...
En ef þetta hefði verið heima þá hefðu bekkjarfélagar mínir kannski fundið ég vera mjög opinskár og hress sem er strax farinn að skipuleggja partý eftir 1. vikuna.
Þannig að sá Óskar sem dönsku krakkarnir þekkja er alls ekki hinn alvöru Óskar! Síðan ég fattaði það leið mér eins og ég er með klofinn persónuleika, danskan og íslenskan. Á morgnanna í skólanum er ég hinn danski Óskar en um leið og ég kem heim þá kemur hinn íslenski fram í sviðsljósið. Ætli danirnir munu einhverntímann kynnast hinum sanna Óskari?
Ég er með grænlendingi í bekk sem heitir Inuuteq og stelpu sem heitir Demet. Venjulega væri þetta ekki fyndið en í hvert skipti sem ég heyri nafnið þeirra þá fer á næstum að hlæja. Ástæðan er sú að ég heyri ekki Inuuteq heldur Imhotep og hugsa um múmíuna í The Mummy myndunum...sé ég þá fyrir mér litla grænlendinginn í pýramída í Egyptalandi í vafningum eltandi þá lifandi.
Svo þegar ég heyri nafnið Demet þá hugsa ég bara ameríska blótið "damn it!"...og það finnst mér ógeðslega fyndið...ég sé fyrir mér pabba hennar að vera skamma hana: God damn it, Demet!
Hahahaha já það er gott að geta stundum skemmt sjálfum sér...

3. feb. 2006

Múhammeðs-teikningar og hugleiðingar

Það er allt gjörsamlega orðið brjálað út af þessum teikningum af Múhammeð sem voru birtar í Jyllands Posten í september síðastliðinn. Við erum að tala um að það er búið að:
  • Hóta listamönnunum sem gerði teikningarnar lífláti
  • Tvisvar búið að koma með sprengjuhótun á skifstofur Jyllands Posten
  • Yfir 300 manns réðust á danska sendiráðið í Indonesíu og ollu miklum skemmdum
  • Ráðast á starfsmenn Arla (dansk fyrirtæki) í einhverju af austurlöndunum.
  • Sniðganga margar danskar vörur t.d. í Saudi-Arabíu
  • Hóta sjálfsmorðssprenginum í Danmörku
  • Að minnsta kosti einn danskur sendiherra var rekinn úr landi
  • Danski fáninn brenndur á opinberum mótmælum þar sem fólk vopnað byssum og riflum hrópa alls kyns haturorð gegn Dönum.
Flest af þessum atriðum eru algjörlega út úr kortinu, hvernig í ósköpunum er hægt að bregðast svona gífurlega harkalega við nokkrum teikningum. Sumir segja að þetta hafi bara verið dropinn sem fyllti mælinn, en ég meina.......slappið aðeins af!

Þeir mest róttækustu, t.d. þeir sem eru að hóta sjálfsmorðssprenginum, segja að blóð Dana þurfi að renna...það sé hefnd spámannsins þeirra. Ég veit nú ekki mikið um Islam né Múhammeð en var hann ekki spámaður Guðs? Var hann ekki að boða frið á milli manna o.s.frv.? Hvernig geta trúaðir múslimar haldið að þeir séu að gera svona hluti í hans nafni? Er þetta ekki bara móðgun við það sem hann var að boða og hans nafn?
..............eða veit ég bara alls ekkert um Islam???

Vissuð þið að Islam þýðir friður!

Það fór sendinefnd frá múslimskum Dönum til austurlandanna til þess að vekja athygli á þessum teikningum. Eða var það til þess að vekja upp reiði? Við erum að tala um að þessar teikningar voru birtar í september, aðeins á síðustu vikum hafa þessi harkalegu viðbrögð komið upp á yfirborðið...sem ég held er á mjög svipuðum tíma og þessi "sendinefnd" fór út.

Það er oft talað um það hérna úti hversu erfitt getur verið að gagnrýna múslima eða skrifa fréttir sem um Islam o.s.frv...því að oft er þetta túlkað sem vanvirðing og þá verða allir múslimarnir brjálaðir! Í því samfélagi sem við lifum í eru allir gagnrýndir, svo einfalt er það. Og ef einhver er fúll.....þá bara hann um það! Hann getur ákveðið að annað hvort að fara í fýlu eða svara gagnrýninni á sama vettvangi og skapað skynsamlegar umræður....þetta finnst mér oft vera eitthvað sem margir skilja ekki.

Svo verða múslimar hérna í Danmörku líka að skilja að þeir eru í DANMÖRKU...þeir fluttu hingað frá sínu heimalandi til að leita betra lífs og það þýðir að þeir verða að aðlagast dönsku samfélagi, það þýðir ekki að flytja hingað og heimta að hlutirnir ganga eins fyrir sig og í sínu heimalandi. T.d. ríkir hér tjáningafrelsi og Danmörk er ekki múslimsk þjóð. Ef eitthver lítill blaðsnepill ákveður að birta teikningar af Múhammeð má hann það alveg, það er ekkert sem bannað þeim það....jú nema Islamskar reglur...sem ríkja ekki yfir þeim. Mér finnst að múslimar verða að sætta sig við þau lög og réttindi sem ríkja hérna í Danmörku og hætta þessu væli.

Ef ég myndi flytja til Pakistan þá yrði ég hreint og beint að aðlagast þeirra samfélagi, þetta er þeirra samfélag. Já ég myndi oft vera ósammála þeim í mörgu en það er bara eitthvað sem ég verð að sætta mig við. Þetta er þeirra land og ég yrði að virða þær reglur sem gilda. Þannig er það bara.

Við erum ekki að tala síendurtekin atburð...þetta var ein grein og 12 teikningar sem fylgdu með...that´s it! Ég myndi kannski skilja þá ef blaðið væri búið að birta greinar og teikningar sem væru móðgandi fyrir múslima í sí og æ...en það er alls ekki tilfellið.

Og af hverju skiptir þetta múslimum í Saudi-Arabíu svona gífurlega miklu máli? Er okkur ekki alveg sama hvað einhvað blað í Pakistan birtir? Jú okkur er slétt sama...sé ég okkur fyrir mér að hóta fólki lífláti ef einhverjir í austurlöndunum myndu birta skopteikningar af Jesús eða gagnrýnandi grein um Kristni....nei ég held ekki!

Múslimar segja alltaf að við verðum að sjá hlutina frá þeirra sjónarhorni...en þeir verða einnig að sjá hlutina frá okkar sjónarhorni! Mér finnst fáir gera það í þessu tilfelli.

Þetta er ótrúlegt þegar maður hugsar út í þetta. Hvernig í ósköpunum gat ein blaðagrein ásamt 12 teikningum orsakað svona gífurlega alþjóðleg viðbrjögð?

Skrifstofur Jyllands Posten er einmitt hérna í Aarhus (og líka í Koben). Það var ótrúlegt að upplifa alvöru sprengjuhótun svona nálægt sér, soldi creepy. Ef satt skal segja er maður orðinn bara soldið á nálunum yfir öllum þessum hótunum...maður er bara að bíða eftir einni sjálfsmorðssprengju eða svo...og það er ekki góð tilhugsun. Og þegar maður er kominn á þessar nótur verður maður smeykur að taka strætó daginn eftir...þá hugsa ég til fólksins í London og hvernig það tókst á við hryðjuverkin þar daginn eftir...það þurfti hugrekki, annað er ekki spurning.

Og það er ekki eins og þetta er í fyrsta skipti sem teikningar af Múhammeð eru birtar...ef maður flettir upp á netinu finnur maður margar teikningar. Og það hafa meira að segja verið dæmi um að teikningar hafa verið gerðar án þess að hafa verið mótmælt.

Ég heyrði einn gaur frá Saudi Arabíu að rökstyðja mótmælin. Hann sagði að blöð í Danmörku myndu aldrei birta t.d. hakakross eða eitthvað tengt gyðingahatri...það væri að fara yfir strikið og það fannst honum vera það nákvæmlega sama í þessu tilfelli með teikningarnar. Góður punktur hjá honum......en að mínu mati er hann aaaaaaaansi langt frá þessu máli. Hakakross og gyðingahatur er allt annað mál en 12 teikningar af spámanninum og gagnrýnandi grein.

Ég er ekki að segja að mótmælin séu ekki rétt. Ég skil s.s. alveg þeirra sjónarmið...ein þeir verða einnig skilja okkar. Og hvernig þeir mótmæla með ofbeldi og hótunum setja þá sem gera það á mjög lágan stall og eru múslimum og mannkyninu til skammar. Ef fólk vill mótmæla þá er það gert á almennan hátt með skynsamlegri og rökstuddri umræðu.....aldrei ofbeldi! Skapið spennandi umræðu um mismun á kynþáttum og trúarbrögðum, það er eitthvað sem er bara gaman af og er ávallt velkomið í þróuðu samfélagi.

Ég vil taka það samt fram að ég hef ekkert móti Islam eða múslimum. Ég hef trú á fjölbreyttu og margkynþátta samfélagi...það er framtíðinn, landamæri eru að hverfa og fólk er að verða eitt. Því fyrr sem fólk áttar sig á því...því betra.

Því að hvað sem mun gerast þá munum við öll þegar á botninn er hvolft ennþá lifa á þessari litlu jörð saman. Af hverju eyða tíma okkar í rifrildi og ofbeldi þegar við getum unnið saman að byggja þessa jörð saman oag lifað í sátt og samlyndi....skapa alheimssamfélag þar sem friður er ríkjandi handa börnunum okkar. Hugsum til framtíðar..........

Ég endurtek mig frá fyrri færslu....ég hefði haldið að við hefðum náð lengra á þessum tíma sem við höfum byggt þessa jörð.

Ég er kominn með nóg af svona heimsku....hættum þessu og byrjum að einbeita okkur af því sem skiptir máli...framtíðinni.