27. maí 2006

I´m not an addict!

Já kæra fólk eftir næstum tvær vikur að tölvuleysi hér á heimilinu þá fékk ég lánaða tölvu næstu tvær vikurnar. Og ég get sko sagt ykkur það að þetta tölvuleysi er búið að vera svakalegt. Þegar ég keim heim úr skólanum þá lifi ég ekki af einn klukkutíma án þess að finna fyrir þörfinni að kíkja á netið, fréttir, blogg og slúður...alltaf það sama.

Ég fór að velta því fyrir mér hversu maður er háður þessu og hvort það eru fleiri hlutir sem maður er háður án þess að maður spáir út í það. Maður veit jú aldri hversu mikið maður saknar einhvers áður en maður missir það.

Það fyrsta sem mér datt í hug var klósettpappír. Hvað myndi nútímamaður eins og maður sjálfur gera án þess að hafa klósettpappír? Lífið yrði hræðilegt! Djöfull er maður mikil pempía og aumingji! Maðurinn hefur lifað hingað til síðustu þúsundir ára án klósettpappírs og enn lifa milljónir manna án hans...og hér er maður og þykist vera á toppi siðmenntunar í heiminum eftir árþúsundir þróunar.....en getur ekki lifað án klósettpappírs!

Hvað er það næst? Ísskápur! Hvað gerði maður án þess að hafa ísskáp til að geyma matinn sinn? Þá myndi matarfjölbreytnin aldeilis verða fábrotnari. Maður yrði að drekka mjólkina innan sólahrings, grænmeti og ávextir yrðu ónýtir eftir helmingri styttri tíma og maður fengi aldrei kalt kók með matnum!

Prófið að athuga hversu mikið af mat er í frystikistunni. Lífið yrði aðeins erfiðara ef maður gæti ekki fryst alla kjúklingana, fiskistykkin, nautahökkin o.s.frv.

Bíllinn. Ég las á netinu að þrátt fyrir gífurlegar hækkanir á bensíni þá hefur fólki ekkert fjölgað í strætó. Fólki er s.s. alveg sama hvað bensínið kostar, við nennum ekkert að standa í því að taka strætó, við viljum bara keyra okkar eigin bíl...þannig er það bara.

Ég sé að ég get haldi endalaust áfram...pokar, plast, yfirstrikunarpennar, pennar, pappír, sjónvarp, mp3spilari, útvarp/geislaspilari, DVD diskar, hnífapör, diskar, glös, skór, farsími, fjarstýring, kaffi, varasalvi, úr, season all, ostaskerari, upptakari, tyggjó, verkjatöflur, ofn, eldavél, uppþvottalögur,n salt, pipar, kakóduft, hveiti, ljósaperur...allt er þetta hlutir sem ég sé innar við 5 metra radíus og ég gæti ekki ímyndað mér að vera án.

Og maður þykist vera frjáls...ég er ómögulegur ef ég hef ekki gemsan minn eða get ekki drukkið kaffið mitt. Maður fattar það bara ekki fyrr en manni vantar eitthvað.

Ég held að þetta sé orðið nógu gott í bili...þar sem ég er frjáls þá kýs ég að hætta núna.

16. maí 2006

Og enn meiri seinkun...

Ja thvi midur akvad elsku tolvan min ad slokkva a ser i vikunni og neita ad ranka vid ser aftur. Eg er ad vinna i thessu en thad eru tho godar likur a thvi ad eg verdi tolvulaus thangad til næsta haust, a eftir ad athuga hvad kostar ad gera vid thetta kvikindi.
Thannig ad thad verdur sennilega enntha meiri bid a næsta bloggi hja mer. Ef thad er algerlega obærilegt fyrir ykkur tha er ykkur velkomid ad hringja bara i mig og kjafta vid mig i stadinn ;)
Annars var eg ad panta flugfarid heim, eg kem heim laugardagskvoldid 17. juni. Ad sjalfsogdu missi eg enn og aftur af 17. juni. Helvitis danirnir ad hafa skolan svona lengi!
En thar til næst......og vonandi verdur thad ekki alltof langt thangad til...