26. jún. 2008

Spurning

Þegar Bruce Banner breytist í The Hulk af hverju rifna öll fötin af honum nema buxurnar?

23. jún. 2008

Home sweet home

Soldið tættur eftir prófin en nú er ég á leiðinni heim. Kem heim á miðvikudaginn, újéé!
Hlakka til að sjá í alla í sumar, over and out.

Og já...þetta er ekki ísbjörn á myndinni.


21. jún. 2008

Beint frá Mars

Alvöru mynd tekin frá Mars...hversu flott er þetta? (Klikka á mynd til að sjá aðeins stærri og flottari útgáfu)

Hvar varst þú og hvað varst þú að gera þegar þessi mynd er tekin? Mynd tekin 3. okt 2007.

(Mynd tekin með "Mars Reconnaissance Orbiter", takk NASA!)


16. jún. 2008

Klassík

Takið eftir því hversu fallega hann skallar stjórnborðið og hvað honum sjálfum finnst þetta ekkert fyndið!

....sem gerir þetta ennþá skemmtilegra fyrir okkur hin :)



8. jún. 2008

Talandi um off the chart!

Ofnæmi er algjör djöfull.

Það kom mér á óvart í morgun þegar ég vaknaði hvað ofnæmið var að pirra mig óvenjulega mikið...en það var strax augljóst þegar ég sá frjókornatölur dagsins.

Er ekki verið að grínast eða!


4. jún. 2008

2 spurningar

  1. Af hverju þegar maður er að fletta í textavarpinu, byrjar leitin ótrúlega oft á tölu rétt á eftir þeirri síðu sem maður hefur áhuga á og verður að bíða eftir að kerfið keyrir heila andskotans hring?

  2. Af hverju heldur sumt fólk að maður þurfi að tala mun hærra í síma en maður gerir venjulega til þess að manneskjan í símanum heyrir í manni?

1. jún. 2008

Hot hot hot

Of mikill hiti er ekki fyrir mig...ég er Íslendingur og þoli ekki mikinn hita.

Í dag er búið að vera svo heitt að:
  • Allir gluggar eru búnir að vera opnir í allan dag.
  • Frá klukkan 15-18 var ég eingöngu í nærbuxum vegna hita.
  • Reyndi ýmsar aðferðir til að reyna kæla íbúðina, m.a. að hafa viftuna fyrir ofan eldavélina í gangi.
  • Var næstum búinn að hafa ískápinn opinn til að kæla loftin niður.
  • Klukkan er nú að verða eitt eftir miðnætti og allir gluggar eru ennþá opnir. Virkar ekki.
En þrátt fyrir allt þetta og ýmsar fleiri tilraunir hefur fátt virkað, loftið neitar einfaldlega að bærast.

Það boðar nú ekki góða hluti þar sem próflestur er að byrja. Hlakka ekki til að sitja í svitapolli yfir bókunum og reyna einbeita mér.

Ég get eingöngu hlakkað til að koma heim í sumar til Íslands þar sem það er líft fyrir manneskju eins og mig.