26. jún. 2008

Spurning

Þegar Bruce Banner breytist í The Hulk af hverju rifna öll fötin af honum nema buxurnar?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég held að ég viti hvað málið er. Ég hef heyrt að menn sem taki inn mikla stera þjáist af einhverskonar limsskreppu eða ballarþröng (ekki fræðilegu hugtökin en mig minnir að það sé hypergonad eða eitthvað í á áttina- finnst bara ballarskreppa svo flott orð og ég var að finna það upp núna).

Þetta ástand gæti svo verið yfirfært á ástand Hulksins á einhvern brenglaðan hátt, s.b.r það að hausinn á honum stækkar heldur ekki í sömu hlutföllum og því talar hann einsog róbóti á lyfjum.

Þetta er mín kenning um málið. Sterageislaður púngur getur ekki verið gott mál og það er því lán í óláni fyrir Bannerinn því þá þarf hann ekki alltaf að skipta um buxur áður en hann fer út að rústa. Það hægir líka svo á manni, því ef maður er rosa brjálaður að reyna að komast í buxur þá fer maður í þær öfugt eða hittir ekki í skálmarnar og svona held ég...þannig að þetta er sko kosmísk tilviljun. Sé þetta samt fyrir mér og það væri gaman að sjá einhvern sketcha sem dílar við Hulk að skipta alltaf um buxur...frekar pirrandi og hann má nú ekki við meira álagi kallinn.

Þetta var nú meira bullið.
Sigfús

Óskar sagði...

Haha það er alltaf hægt að treysta á þig Siffi til að koma með góða kenningu...fræðilega orðið sem þú varst að leita að er hypogonadism, ekki hyper (Hypo = lítið, hyper = mikið).

Ég er mjög sáttur við þessa nýyrðasmíð hjá þér, það væri gaman að sjá orðið "ballarþröng" á textanum í sjónvarpinu einn daginn :)