4. jún. 2008

2 spurningar

  1. Af hverju þegar maður er að fletta í textavarpinu, byrjar leitin ótrúlega oft á tölu rétt á eftir þeirri síðu sem maður hefur áhuga á og verður að bíða eftir að kerfið keyrir heila andskotans hring?

  2. Af hverju heldur sumt fólk að maður þurfi að tala mun hærra í síma en maður gerir venjulega til þess að manneskjan í símanum heyrir í manni?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst Danir almennt tala lágværar í síma en Íslendingarnir og vil ég kenna stanslausu roki um það að menn venji sig á að tala hátt, svo það heyrist örugglega í gegnum hviðurnar. Þessvegna heyrir maður mest í Íslendingum í símanum á strikinu, jafnvel þó að þeir séu að tala dönsku eða ensku, þá eru þetta pottþétt veðurlúbarðir Íslendingar.

Þetta með textavarpið er rétt og síðasta sjónvarp sem ég átti var ekki með neitt innra textavarpsminni og þurfti því alltaf að fletta heilan hring, líka þegar maður ætlaði bara á næstu síðu. Þess vegna skoðaði ég vel og örugglega textavarpsminnið þegar ég valdi sjónvarp síðast, maður klikkar sko ekki á þessu aftur!

TEF-hópurinn (Textavarp er fíkn)H15

Óskar sagði...

Mmmmm...góð hugmynd með rokið heima, mér líkar þessi kenning.

Ég vissi ekki einu sinni að það sé eitthvað sérstakt textavarpsminni í sjónvörpum. Kannski af því að ég hef aldrei upplifað neitt svoleiðis né sé það auglýst (ef mig minnir rétt, það eru mörg ár síðan ég skoðaði síðast sjónvörp af alvöru).

En það er pottþétt eitthvað sem ég hef í huga næst.