1. jún. 2008

Hot hot hot

Of mikill hiti er ekki fyrir mig...ég er Íslendingur og þoli ekki mikinn hita.

Í dag er búið að vera svo heitt að:
  • Allir gluggar eru búnir að vera opnir í allan dag.
  • Frá klukkan 15-18 var ég eingöngu í nærbuxum vegna hita.
  • Reyndi ýmsar aðferðir til að reyna kæla íbúðina, m.a. að hafa viftuna fyrir ofan eldavélina í gangi.
  • Var næstum búinn að hafa ískápinn opinn til að kæla loftin niður.
  • Klukkan er nú að verða eitt eftir miðnætti og allir gluggar eru ennþá opnir. Virkar ekki.
En þrátt fyrir allt þetta og ýmsar fleiri tilraunir hefur fátt virkað, loftið neitar einfaldlega að bærast.

Það boðar nú ekki góða hluti þar sem próflestur er að byrja. Hlakka ekki til að sitja í svitapolli yfir bókunum og reyna einbeita mér.

Ég get eingöngu hlakkað til að koma heim í sumar til Íslands þar sem það er líft fyrir manneskju eins og mig.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Óskar, Óskar,Óskar. Íbúðin þín er líklega af nýrri gerðinni svo hún ætti nú að vera sæmilega einangruð fyrir vondu veðri og þá væntanlega líka fyrir góðu veðri. Ef hún heldur að jafnaði um 16 gráðu hita inni óháð veðri og það er tuttugu og fimm gráðu hiti úti þá virðist mér besta leiðin til að fá ekki 25 gráðu hitan inn vera að hleypa honum ekki inn um opna glugga. Mér gæti skjátlast en ég held að ef það er dregið fyrir gluggann þá ætti hitinn inni ekki að fara yfir tuttugu og það er enn betra heldur en að hleypa þessum 25 gaur inn ekki satt? Mitt ráð er því að gera ekki eins og nágrannar þínir og reyna að kæla þig með heitara lofti en er fyrir í íbúðinni, það getur ekki verið eðlisfræðilega mögulegt. Ég gæti líka verið að tala útum rassinn á mér því ég veit ekkert um eðlisfræði, en þetta virkar allavega mjög lógískt. Lokaðu út og kauptu þér klakapoka eða frostpinna. Góða skemmtun við lesturinn ég er farinn út í sólina.
H15

Óskar sagði...

Eg er buinn ad framkvæma visindalega athugun a thessu Siffi...nidurstodur voru ekki nogu godar thvi midur.

Thad virdist vera ad thegar siddegissolin milli ca 3-6 lendir a gluggan hja mer tha skapast einhversskonar grodurhusaarhif. Glugginn er hlutfallslega stor a midad vid vegginn og ibudina og gardinurnar virdast ekki geta einangrad hitan nogu vel.

En ef solin lendir ekki a glugganum tha virdist vera allt i godu ad hafa gluggan lokadan.

Hins vegar thegar tolvan er i gangi lengi og sjonvarpid tha finnst mer thurfa ferskt loft inn i ibudina, thannig ad tha er betra ad opna gluggan og fa sma "surefni".

Fleiri athugasemdir eru vel thegnar vid ad leysa thetta vandamal.

Thetta er orugglega visindalegasta comment sem eg hef skrifad :)

evasonja sagði...

uhhhhhhhhhhhhhh..... ætla ekki að blanda mér í þessar eðlisfræðilegu umræður..... opnir gluggar, gustur, ískaffi, vifta, eyrnatappar og lítið glas beilís á kvöldin hafa virkað fyrir mörgæs eins og mig í gróðurhúsapróflestri...... það var sveittur stemmari á vibbanum síðasta vor í 32 stigum :) kræst... átt alla mína samúð... kjammar evan

Nafnlaus sagði...

Já, maður er svo sannarlega vísindahugsanahvetjandi. Maður þarf ekkert að vita um vísindi til að tala um þau, þetta er bara spurning um "attitjúd" og að hafa "lingóið" á hreinu það virðist allavega vera málið í dag. Get keypt þessa gróðurhúsaáhrifsskýringu alveg. Er alveg laus við beina sól á gluggann minn og ef ég er ekki að opna út held ég mínum 20 kjörhitagráðum inni og hinum umfram það úti, svo það er lykillinn að þessu.
H15

Nafnlaus sagði...

Heyrði samt eitthversstaðar að maður ætti aldrei að láta ísskápinn standa opinn, því hann framleiðir svo mikinn hita að kæla sig aftur..
þannig þá endar maður með ennþá heitara loft inn í íbúðinni :) Ansi skammgóður vermir..
Lilja Rut

Óskar sagði...

Það er sko á hreinu að við höfum lingóið, viljann og heilana í það að vera toppvísindamenn!

Lilja, good call á ískápinn...mér var ekki búið að detta það í hug hehe :)
Ég man þetta sko pottþétt næst þegar ég hugsa út í að opna hann til að kæla íbúðina :)