24. mar. 2007

Stafagláp og heilatroðsla

Þannig er líf mitt þessa daganna. Stafur eftir staf, orð eftir orð, setning eftir setningu, blaðsíða eftir blaðsíðu, kafla eftir kafla, bækur eftir bækur.

Ég man góðu dagana í FB. Ég var duglegur að mæta í tíma, læra og gera heimaverkefni og fyrir próf þá tók ég upp bækurnar kvöldið fyrir próf, las fram eftir nóttu, svaf 2-4 tíma og fékk góðar einkunnir...allir ánægðir, ekkert stress.
Ég hafði tíma fyrir að æfa af fullum krafti og sinna öllum félagslegum þörfum...ég sakna þeirra tíma.

Nú eru þeir dagar farnir. Ég tek upp bækurnar 2 mánuðum fyrir próf, les fram eftir nóttu alla daga og hugsa um ekkert annað...en samt krossa ég fingurna nóttina fyrir próf og vona að ég nái prófinu, enga svaka einkunn, bara ná, svo að ég þurfi ekki að gera þetta aftur.

Í grunnskóla vöruðu kennararnir okkur við framhaldsskóla. Í framhaldsskóla vöruðu kennararnir okkur við háskóla.
Það er ekki ennþá búið að vara mig við í háskóla...ég veit ekki hvort það sé gott eða slæmt.

Fyndið að hugsa út í hvernig hlutir breytast eftir því úr hvaða sjónarhorni maður tekur eftir þeim.

.....................................................

Blogga ég svona í hverri próftíð? Ég var að lesa þetta...hljómar eins og erfðaskrá, eins og minn síðasti viskumoli til alheimsins og næstu kynslóðar. Mikið svakalega verður maður djúpur á þessum tímum.

En ef maður verður of djúpur þá getur maður tapast.....djúúúpt Óskar!

En ég veit að ég hlakka til að komast heim, ég er ekki búinn að koma heim til Íslands í næstum 8 mánuði...það verður gott að koma heim í kuldann og finna lyktina af ferska loftinu og drekka vatnið.