31. mar. 2008

Sumartími

Nú er nýbúið að skipta yfir á sumartíma hérna í DK sem þýðir að við erum núna 2 tímum á undan Íslandi. Á sunnudagsmorgun síðasta var s.s.klukkunni flýtt um eina klst.

Það kemur alltaf í fréttunum hérna úti umfjallanir um kosti og galla þess að vera standa í svona tímabreytingum.

Mér fannst mjög fyndið að lesa viðtal við eina konu sem er algjörlega á móti þessu. Hún sagðist vera fyrir miklum truflunum að missa heilan klukkutíma svona á sunnudegi, segir þetta trufla dagrytman hjá sér og segist eiga mjög erfitt með að ná góðum svefni eftir breytinguna. Sagðist hún vera alveg ónýt á mánudeginum í vinnunni, átti erfitt með að einbeita sér og náði sáralítið að koma vinnu frá sér. Einnig segir hún að síðast þegar svona breytingar voru þá tók hana 12 daga að jafna sig og ná sér á strik.

Ég segi nú bara hættu þessu helvítis væli! Þetta er einn klukkutíma sem við töpuðum og það á sunnudegi! Hvernig er hún eiginlega þegar hún ferðast...eyðileggst allt fríið hennar útaf jetlag eða forðast hún kannski að ferðast á milli tímabelta?

30. mar. 2008

Ránsfaraldur

Fjórða ránið í Breiðholtinu á rétt rúmlega einni viku! Þetta er alveg ótrúlegt, á undan þessum ránum man ég varla eftir neinu einasta ráni í Breiðholtinu.

En það sem mér fannst merkilegt við síðasta ránið er að ca 20 mín eftir ránið er ræninginn handtekinn og 60 min eftir ránið eru peningarnir fundnir og málið upplýst.

Bara á Íslandi :)

27. mar. 2008

Danskurinn skrýtinn

Dr. Slefan minnti mig á ansi góða frammistöðu í dönskunni "i den".

Til að gera langa sögu stutta þá var ég í sjoppu og ætlaði mér að kaupa ís....en fékk kók í staðinn.

Ég held því auðvitað fast fram að stelpan hafi verið eitthvað skrýtinn að ekki skilja mína frábæru dönsku.

En það er góð útskýring á þessu...getið þið fattað hvernig þessi misskilningur kom upp á teninginn?

23. mar. 2008

Málsháttur ársins er...

Já páskaeggið var opnað áðan og það fyrsta sem ég gref alltaf eftir er málshátturinn góði. Þetta árið var hann:

„Enginn er of góður sjálfum sér að þjóna“

Hver var þinn?

PS. Ef þið lumið á góðum dönsku misskilningssögum þá megið þið endilega deila þeim í commentunum í færslunni hér að neðan.

Ég vona að þið öll njótið góðra páska.

Danska

Jafnvel eftir allan þennan tíma hérna í DK þá er ég ennþá að læra dönsku á næstum hverjum degi. Og ennþá gerist það að ég hef ekki hugmynd um hvað einhver Dani er að reyna segja við mig...sem er alltaf frekar vandræðalegt.

Þetta gerðist síðast fyrir mig í fyrradag. Ég var í bíó með foreldrum mínum sem eru í heimsókn yfir páskana. Þegar ég rétti stelpunni miðana til að rífa stubbinn brosir hún og segir við mig "Charlotte".

Og ég skil ekkert hvað hún er að meina, er hún að kynna sig? Er ég með miða á vitlausa mynd? Þannig að ég segi bara "eee hvad?". Hún bendir þá eitthvað fyrir aftan mig og segir aftur "Charlotte".... hvað í andskotanum getur hún verið að meina núna? Er hún að benda á vinkonu sína hana Karlottu? Af hverju er hún eiginlega að því? Af hverju getur hún ekki bara rifið miðana og brosað eða eitthvað?

Allavega þá kinka ég bara kolli eins og hálfviti og labba áfram og velti því fyrir mér hvað hún var að segja. Þá eins og oft í svona stöðum þá skildi ég loksins hvað hún var að meina. Það er ótrúlegt hvað maður þarf oft að melta orðin í svona skrýtnu tungumáli til að skilja hvað er verið að segja. Og það var síðan ofureinfalt það sem hún var að segja við mig...ég skil ekki ennþá af hverju ég skildi það ekki.

Hún var einfaldlega að segja við mig að við værum í "Sal 8".

22. mar. 2008

Gettó?

Getur einhver vinsamlegast sagt mér hvað er að gerast í Breiðholtinu þessa daganna?

3 rán og ein hópslagsmál/innbrot með vopnum á 2 dögum.

Á maður að búast við einhverju á morgun eða?

19. mar. 2008

Krónubull

Hvað er í gangi eiginlega þegar maður heyrir í fréttunum að krónan er búin að haldast frekar stöðug á síðustu mínútum!

15. mar. 2008

Planet Earth - Sigur Rós

Mér var bent á þetta myndband af Sigfúsi vini mínum. Hér er lag með Sigur Rós spilað undir myndbandi frá þáttunum Planet Earth frá BBC.

Þetta er án nokkurs vafa eitt það flottasta myndband sem ég hef séð. Alveg glæsileg náttúra og ótrúlegar myndir sem eru klipptar af einstæðri snilld í takt við lagið sem er einnig alveg frábært.

Ég mæli með því að allir taki frá ca 4 min af lífið sínu til að horfa á þetta, hækkið í tónlistinni, setjið full screen (á svo engin á msn sé að trufla) og njótið.

Það er ótrúlegt hvað við lifum á fallegri jörð, maður er oft fljótur að gleyma því í amstri hversdagsins, þess vegna er nauðsynlegt að minna fólk á hvað það er mikið kraftaverk að við erum öll hérna.

Það er eftir svona myndbönd o.fl. sem ég hugsa stundum af hverju það er ennþá stríð og hungursneiðar í heiminum? Það er ekkert vit í því þegar þú setur hlutina í samhengi og horfir á stóru myndina.

Við eigum bara eina jörð.


12. mar. 2008

Kaldur húmor....en fyndinn!


Sjá fleiri myndir eftir Mike á heimasíðunni hans

11. mar. 2008

Frábær hugmynd

Hafið þið einhverntímann spáð í því hvernig fólk myndi bregðast við ef þú myndir allt í einu byrja syngja í strætó eða kveðja alla á leiðinni út? Sjá hvað gerist ef þú ruglar í fólki á einhvern hátt?

Hér er hópur af fólki sem lætur svona hugmyndir verða af veruleika og taka það meira að segja einu skrefinu lengra. Í myndbandinu hér að neðan eru faldar myndavélar í verslunarmiðstöð og 16 "agents" eru á meðal almennings. Og hvað gera þau?

Það brýst út í söngleik!

Frábært hugmynd í alla staði og yndislegt að sjá hvernig fólk bregst við...eitthvað sem ég hef a.m.k. oft hugsað útí.

Þessi hópur hefur gert ca 70 "mission" út um allt og hægt er að sjá fleira með þeim á síðunni þeirra

http://improveverywhere.com/

Umhverfisblogg?

Ég las einhverntímann ef google myndi breyta bakgrunninum hjá sér frá hvítu yfir í svart eða einhvern dekkri lit þá myndi sparast alveg þvílíkt mikið af orku um allan heim þar sem skjárinn þarf meiri orku til að lita pixel hvítan á móti t.d. svörtum.

Auðvitað er þessi munur alveg ótrúlega lítill en þegar það er reiknað með því að það eru milljónir skjáa um allan heim sem birta heimasíðuna hjá goggle á hverjum degi þá er þetta mun meira en maður bjóst við.

Svo auðvitað þegar orka er spöruð þá er líka sparað útblástur af CO2 í loftið...því jú að orkuverin í flestum löndum senda frá sér CO2 í orkuframleiðsu.

Annað sem ég las í vikunni var að ef póstberar í Danmörku myndu hætta skilja blöðin eftir í lúgunni þá myndi það spara þvílíkt mikið af varma = orku = CO2.

Einhver snillingur reiknaði út hvað það tapaðist mikill varmi ef dagblað heldur venjulegri póstlúgu opinni við einhverjar staðalaðstæður um vetur eða haust í Danmörku og komst að því að þessi sparnaður myndi vera ótrúlega mikill s.s. varminn sem sleppur út um lúguna væri bara helvíti mikill þegar litið er á heildarmyndina.

Ég man ekki fleiri dæmi í augnablikinu...hljómar fyndið svona dæmi en þetta lætur mann sjá hlutina í öðru ljósi.

4. mar. 2008

Dæmigert kvöldið fyrir próf

Próf á morgun og ég sit núna sveittur að troða síðustu fróðleiksmolunum inn í hausinn á mér.

Og hvað haldið þið að gerist? Nágranni minn ákveður að byrja bora í veggina hjá sér klukkan níu að kvöldi. Og einmitt sá veggur sem lendir að mestu fyrir bornum er nákvæmlega sami veggur og ég sit við, ég er að bíða eftir að sjá borinn koma í gegnum vegginn og nágranna minn síðan kíkja í gegnum gatið og heilsa mér.

Og það er ekki eins og hann geti bara drifið þetta af á 10 min eða svo. Nei nei, hann er búinn að bora svona pínulítið á 5 min fresti í næstum 40 min núna og er ennþá að. Alltaf þegar hann er búinn þá vona ég að þetta sé búið og þegar maður er byrjaður að trúa því þá byrjar hann aftur.

Hann veit greinilega ekki að hann er að brjóta eina af grundvallarreglum lífsins....að trufla háskólanema kvöldið fyrir próf, það endar aldrei vel!

Enda eru háskólanemar óútreiknanlegir í stresskasti kvöldið fyrir próf...don´t mess with them.

1. mar. 2008

Spurning

Læknirinn sem ég minntist á um daginn (sá sem var í leðurbuxum í fyrirlestri) var kona...er það betra eða verra?