27. mar. 2008

Danskurinn skrýtinn

Dr. Slefan minnti mig á ansi góða frammistöðu í dönskunni "i den".

Til að gera langa sögu stutta þá var ég í sjoppu og ætlaði mér að kaupa ís....en fékk kók í staðinn.

Ég held því auðvitað fast fram að stelpan hafi verið eitthvað skrýtinn að ekki skilja mína frábæru dönsku.

En það er góð útskýring á þessu...getið þið fattað hvernig þessi misskilningur kom upp á teninginn?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er að angra mig að ég skuli ekki fatta þetta...

Nafnlaus sagði...

með ís og kók..... já..... ætla ekki að segja hurhurhur :) kv eva

Jóel K Jóelsson sagði...

ok eftir miklar vangaveltur hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þú hafir fengið kúluís með einni kúlu lol

Óskar sagði...

Váá þú ert ekkert smá nálægt þessu Jóel...en ég fékk án djóks kók í staðinn fyrir ísinn minn :)

Berglind...taktu þetta sem vísbendingu!

Keep up the good work!

Jóel K Jóelsson sagði...

já, ég held að ég hafi eitthvað snúið þessu við... :S

Nafnlaus sagði...

Haha... ok þú s.s. baðst um kúluís eller kugleis en fékkst kók eða cóla!

Aight?!

Óskar sagði...

Mikið rosalega eruð þið skörp! Alveg rétt hjá ykkur :)

Ég s.s. bað um 3 kugler...en fékk 3 kola.

En mér til varnar þá stóð ég fyrir framan helvítis ísbarinn!!

:)