11. mar. 2008

Umhverfisblogg?

Ég las einhverntímann ef google myndi breyta bakgrunninum hjá sér frá hvítu yfir í svart eða einhvern dekkri lit þá myndi sparast alveg þvílíkt mikið af orku um allan heim þar sem skjárinn þarf meiri orku til að lita pixel hvítan á móti t.d. svörtum.

Auðvitað er þessi munur alveg ótrúlega lítill en þegar það er reiknað með því að það eru milljónir skjáa um allan heim sem birta heimasíðuna hjá goggle á hverjum degi þá er þetta mun meira en maður bjóst við.

Svo auðvitað þegar orka er spöruð þá er líka sparað útblástur af CO2 í loftið...því jú að orkuverin í flestum löndum senda frá sér CO2 í orkuframleiðsu.

Annað sem ég las í vikunni var að ef póstberar í Danmörku myndu hætta skilja blöðin eftir í lúgunni þá myndi það spara þvílíkt mikið af varma = orku = CO2.

Einhver snillingur reiknaði út hvað það tapaðist mikill varmi ef dagblað heldur venjulegri póstlúgu opinni við einhverjar staðalaðstæður um vetur eða haust í Danmörku og komst að því að þessi sparnaður myndi vera ótrúlega mikill s.s. varminn sem sleppur út um lúguna væri bara helvíti mikill þegar litið er á heildarmyndina.

Ég man ekki fleiri dæmi í augnablikinu...hljómar fyndið svona dæmi en þetta lætur mann sjá hlutina í öðru ljósi.

Engin ummæli: