4. mar. 2008

Dæmigert kvöldið fyrir próf

Próf á morgun og ég sit núna sveittur að troða síðustu fróðleiksmolunum inn í hausinn á mér.

Og hvað haldið þið að gerist? Nágranni minn ákveður að byrja bora í veggina hjá sér klukkan níu að kvöldi. Og einmitt sá veggur sem lendir að mestu fyrir bornum er nákvæmlega sami veggur og ég sit við, ég er að bíða eftir að sjá borinn koma í gegnum vegginn og nágranna minn síðan kíkja í gegnum gatið og heilsa mér.

Og það er ekki eins og hann geti bara drifið þetta af á 10 min eða svo. Nei nei, hann er búinn að bora svona pínulítið á 5 min fresti í næstum 40 min núna og er ennþá að. Alltaf þegar hann er búinn þá vona ég að þetta sé búið og þegar maður er byrjaður að trúa því þá byrjar hann aftur.

Hann veit greinilega ekki að hann er að brjóta eina af grundvallarreglum lífsins....að trufla háskólanema kvöldið fyrir próf, það endar aldrei vel!

Enda eru háskólanemar óútreiknanlegir í stresskasti kvöldið fyrir próf...don´t mess with them.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Óskar, Berglind hérna læknanemi i Odense. Lítill fugl hvíslaði því að mér að þú gætir bætt fólki á fíld mail-listann... ertu til í að bæta mér við þegar þú mátt vera að? berglind83@gmail.com

Gangi þér vel á morgun og sjáumst kannski í Köben á lau.?!

Unknown sagði...

Búinn að bæta þér á listann.

Auðvitað sjáumst við á laugardaginn, maður missir ekki af árshátíð :)

Guðný sagði...

Já maður á greinilega ekki að abbast uppá þig Óskar daginn fyrir próf... Vona að prófið hafi gengið vel og skapið sé orðið betra;) Sjáumst svo hress á árshátíðinni!!