23. mar. 2008

Danska

Jafnvel eftir allan þennan tíma hérna í DK þá er ég ennþá að læra dönsku á næstum hverjum degi. Og ennþá gerist það að ég hef ekki hugmynd um hvað einhver Dani er að reyna segja við mig...sem er alltaf frekar vandræðalegt.

Þetta gerðist síðast fyrir mig í fyrradag. Ég var í bíó með foreldrum mínum sem eru í heimsókn yfir páskana. Þegar ég rétti stelpunni miðana til að rífa stubbinn brosir hún og segir við mig "Charlotte".

Og ég skil ekkert hvað hún er að meina, er hún að kynna sig? Er ég með miða á vitlausa mynd? Þannig að ég segi bara "eee hvad?". Hún bendir þá eitthvað fyrir aftan mig og segir aftur "Charlotte".... hvað í andskotanum getur hún verið að meina núna? Er hún að benda á vinkonu sína hana Karlottu? Af hverju er hún eiginlega að því? Af hverju getur hún ekki bara rifið miðana og brosað eða eitthvað?

Allavega þá kinka ég bara kolli eins og hálfviti og labba áfram og velti því fyrir mér hvað hún var að segja. Þá eins og oft í svona stöðum þá skildi ég loksins hvað hún var að meina. Það er ótrúlegt hvað maður þarf oft að melta orðin í svona skrýtnu tungumáli til að skilja hvað er verið að segja. Og það var síðan ofureinfalt það sem hún var að segja við mig...ég skil ekki ennþá af hverju ég skildi það ekki.

Hún var einfaldlega að segja við mig að við værum í "Sal 8".

5 ummæli:

xxx sagði...

Jóóóóó þetta er einn ef bestu málmiskilningum sem ég hef heyrt!! Og sjálf hef ég uppifað nokkra. Alltaf gaman af þeim.
eigðu góða páska
g

Óskar sagði...

Og á ekkert að deila einum góðum misskilningi :)

Nafnlaus sagði...

uhhhhhhh hef ekki hugsað mér að uppljóstra mínum dýrmætu pínlegu augnablikum í danmörku :) kannski undir 4.... en já... ég man einu sinni eftir því þegar þú baðst um ís og fékks kók :) hur hur hur kveðjur af tjele...

Óskar sagði...

Hahaha ég meinti ekki fleiri ansasögur af mér heldur af ykkur hinum!

En í þessu tilfelli þá var stelpan alveg úti að aka, ekki ég :)

Nafnlaus sagði...

Hahaha, sammála Guðnýju, ein besta misskilningssaga sem ég hef heyrt ;) Dettur því miður engin góð í hug akkúrat núna til að deila með ykkur...