31. mar. 2008

Sumartími

Nú er nýbúið að skipta yfir á sumartíma hérna í DK sem þýðir að við erum núna 2 tímum á undan Íslandi. Á sunnudagsmorgun síðasta var s.s.klukkunni flýtt um eina klst.

Það kemur alltaf í fréttunum hérna úti umfjallanir um kosti og galla þess að vera standa í svona tímabreytingum.

Mér fannst mjög fyndið að lesa viðtal við eina konu sem er algjörlega á móti þessu. Hún sagðist vera fyrir miklum truflunum að missa heilan klukkutíma svona á sunnudegi, segir þetta trufla dagrytman hjá sér og segist eiga mjög erfitt með að ná góðum svefni eftir breytinguna. Sagðist hún vera alveg ónýt á mánudeginum í vinnunni, átti erfitt með að einbeita sér og náði sáralítið að koma vinnu frá sér. Einnig segir hún að síðast þegar svona breytingar voru þá tók hana 12 daga að jafna sig og ná sér á strik.

Ég segi nú bara hættu þessu helvítis væli! Þetta er einn klukkutíma sem við töpuðum og það á sunnudegi! Hvernig er hún eiginlega þegar hún ferðast...eyðileggst allt fríið hennar útaf jetlag eða forðast hún kannski að ferðast á milli tímabelta?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég er sammála kellu, ég er alveg miður mín á þessu tímaflakki hurhurhur..... sérstaklega sumartímann.... að tapa einum tíma.... best er þó vetrartíminn.... oftast liggur maður þunnur og hefur áttað sig að maður hefur unnið einn tíma til að slappa lengur af..... snilld... !!!
kv.evan