15. mar. 2008

Planet Earth - Sigur Rós

Mér var bent á þetta myndband af Sigfúsi vini mínum. Hér er lag með Sigur Rós spilað undir myndbandi frá þáttunum Planet Earth frá BBC.

Þetta er án nokkurs vafa eitt það flottasta myndband sem ég hef séð. Alveg glæsileg náttúra og ótrúlegar myndir sem eru klipptar af einstæðri snilld í takt við lagið sem er einnig alveg frábært.

Ég mæli með því að allir taki frá ca 4 min af lífið sínu til að horfa á þetta, hækkið í tónlistinni, setjið full screen (á svo engin á msn sé að trufla) og njótið.

Það er ótrúlegt hvað við lifum á fallegri jörð, maður er oft fljótur að gleyma því í amstri hversdagsins, þess vegna er nauðsynlegt að minna fólk á hvað það er mikið kraftaverk að við erum öll hérna.

Það er eftir svona myndbönd o.fl. sem ég hugsa stundum af hverju það er ennþá stríð og hungursneiðar í heiminum? Það er ekkert vit í því þegar þú setur hlutina í samhengi og horfir á stóru myndina.

Við eigum bara eina jörð.


Engin ummæli: