11. feb. 2006

Laugardagskvöldshugleiðingar

Hef oft spáð í því frá því að ég byrjaði í skóla hérna úti hversu mikið tungumál getur haft áhrif hvernig fólk sér mann þ.e. hvernig persónuleiki maður er. Fyrsu mánuðina mína hérna reyndi ég bara að sitja aftast í kennslustofunni og gerði mitt besta að komast í gegnum daginn án þess að þurfa tala eitthvað af viti...því að ég kunni einmitt ekki orð í dönsku...fyrir utan "ég heiti Óskar og er frá Íslandi"...
Hvernig skynjuðu krakkarnir mig fyrsta árið? Sennilega hafa þeir talið mig vera mjög feimin og hlédrægan sem vill helst bara vera einn, ég hef örugglega verið svona "ruglaði Íslendingurinn"...
En ef þetta hefði verið heima þá hefðu bekkjarfélagar mínir kannski fundið ég vera mjög opinskár og hress sem er strax farinn að skipuleggja partý eftir 1. vikuna.
Þannig að sá Óskar sem dönsku krakkarnir þekkja er alls ekki hinn alvöru Óskar! Síðan ég fattaði það leið mér eins og ég er með klofinn persónuleika, danskan og íslenskan. Á morgnanna í skólanum er ég hinn danski Óskar en um leið og ég kem heim þá kemur hinn íslenski fram í sviðsljósið. Ætli danirnir munu einhverntímann kynnast hinum sanna Óskari?
Ég er með grænlendingi í bekk sem heitir Inuuteq og stelpu sem heitir Demet. Venjulega væri þetta ekki fyndið en í hvert skipti sem ég heyri nafnið þeirra þá fer á næstum að hlæja. Ástæðan er sú að ég heyri ekki Inuuteq heldur Imhotep og hugsa um múmíuna í The Mummy myndunum...sé ég þá fyrir mér litla grænlendinginn í pýramída í Egyptalandi í vafningum eltandi þá lifandi.
Svo þegar ég heyri nafnið Demet þá hugsa ég bara ameríska blótið "damn it!"...og það finnst mér ógeðslega fyndið...ég sé fyrir mér pabba hennar að vera skamma hana: God damn it, Demet!
Hahahaha já það er gott að geta stundum skemmt sjálfum sér...

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já maður er gjörsamlega klofin í danaveldi, benn ther done that !!! snarklikkaði íslendingurinn í öftustu röð sem rétti aldrei upp hendina..... en okkar tími mun koma : ) hilsen fra skadestuen dr.slefan

Nafnlaus sagði...

ég er bara svo hjaaaaartanlega sammála þér!! ...en það sem kom mér svo skemmtilega á óvart var að þegar maður klofnar svona í annan persónuleika erlendis þá uppgötvar maður bara aðrar leyndar hliðar sjálfsíns!! Eitt hverfur en annað birtist!...djúpt!:)

Hilsen hildurAAAaaaaaAAAaaaaAAAaaaaAAAaaaaaAaaaAAaaaAaaAaaaaað pakka

Sævar sagði...

Hehehe! Fyndið en um leið og ég las Inuuteq þá tengdi ég nafnið strax við vonda kallinn úr The Mummy (Imotehp eða hvernig það var skrifa) :)

Kveðja
Sævar

Nafnlaus sagði...

Langur laugardagur??

Svala sagði...

haha..gaman ad tú getur skemmt sjálfum tér") sammála tér med klofna persónuleikann...en tetta kemur...ég lofa...af hverju býdurdu teim ekki bara í partý!? held ad okkur finnist danir ekki eins skemmtilegir og íslendingar...annars myndum vid hanga miklu meira med teim....eller hvad?

Jóel K Jóelsson sagði...

Æi Óskar, farðu nú að blogga!
Plíííííís!
Ég er bara að deyja úr leiðindum hérna, og engin búinn að blogga þegar maður stelst til að halda fram hjá bókunum og kíkja á netið :(

Ég treysti á færslu frá þér til að lýsa upp próftarnarmyrkrið sem liggur yfir öllu núna.

fyrirfram takk!