3. apr. 2005

Dönsk vitleysa

Ég er nýbúinn að fá mér danskan heimabanka og í fyrradag ætlaði ég að nota hann til að borga húsaleiguna. Ekki reyndist það vera hægt því að reikningurinn minn kom hreinlega ekki upp á millifærslusíðunni. Þetta er greinilega bara eitthvað smá tölvuvandamál sem bankinn verður að laga þannig að ég sendi þeim email og útskýrði hvað var að hjá mér. Tveimur dögum seinna fékk ég svar frá þeim:
Da du ikke kan hæve på din konto i Netbank, skal du kontakte bankafdeling.
Med venlig hilsen
Grethe Hansen
Danske Bank
Kundeservice.
Lausleg þýðing: Ef þú getur ekki tekið út af reikninginum þínum í netbankanum, skaltu hafa samband við bankadeildina.
Var það ekki nákvæmlega það sem ég var að gera?
Hálvitar...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sænskir heimabankar eru einmitt mjöööög modern og tæknilegir!
Enginn treystir neinum og til að geta notað bankann færð þú litla tölvu þar sem þú þarft að slá inn password til að geta slegið inn password til að geta notað heimabankann þinn í tölvunni þinni... Ef þú týnir litlu tölvunni, tjah! Ýkt óheppinn þú. Einfalt? Já ég veit;)

Óskar sagði...

Ohhh dæmigert. Ég vona bara að ég þurfi ekki að gera eitthvað svona vesen til að geta notað heimabankann minn.

Ætli ég þurfi ekki að skrifa undir fjóra samninga og 3 vikum seinna fæ ég password sent heim í póstinum sem ég þarf að stimpla inn til að geta byrjað að nota heimabankann tveimur vikum seinna.

Hver veit?

Sævar sagði...

Já Gissi, þú ættir að sjá um þetta, enda sleipur í dönskunni af þessari setningu sem þú sagðir forðum;

"jeg skal öl"