22. sep. 2005

Veikindi og lækningar

Já loksins þegar maður er búinn að skipuleggja ferð til Köben með smá heimsókn til Svíðþjóðar kemur einhver veikindadjöfull og slær mann beint niður í gólfið. Alltaf gaman þegar svona gerist, ég einhvern veginn veikist alltaf á verstu tímunum og þegar ég hef ekkert betra að gera en að vera veikur...þá er ég sem frískastur.
Allt þetta veikindavesen fór ekki vel í hana Hildi og sá hún jafnvel fram á það að þurfa hætta við ferðina um helgina. En hún Hildur deyr aldrei ráðalaus og hún var sko ekkert á því að þurfa sætta sig við það að hætta við ferðina. Þannig að hún ráðfærði sig við móður sína, sem fyrir þá sem þekkja hana ekki er sérfræðingur í öllum heilsu/grasa/fræ/olíu-fræðum sem gæti hugsanlega hjálpað. Hún sendi Hildi beint útí einhverja heilsubúð og þar kom hún út hlaðin alls konar heilsuvarningi handa Óskari sínum sem átti að gera hann frískan á einum degi. Einnig átti ég að halda mér alveg kyrrum fyrir, ekkert fara út, ekkert að læra, drekka mikið að vatni og ekki mikið af óhollum mat...fékk ég nokkrar hringingar yfir daginn til að staðfesta að öll þessi atriði voru í lagi.
Þannig að þegar hún kom heim þá var ég strax látinn drekka sólhatt ofan í djúsinn minn og ávextir settir í skálina fyrir framan mig. Í kvöldmatinn var elduð grænmetissúpa sem var stútfull af spínati og í eftirrétt fékk ég einhverskonar sítrónute...eða það held ég a.m.k..........með meiri sólhatti. Eftir þetta gat ég gætt mér á súkkulaðinu mínu sem hún keypti...........sem var að vitaskuld sykurlaust beint úr heilsubúðinni.
Já, þegar Hildur er búinn að skipuleggja eitthvað, þá kemur sko ekkert í veg fyrir það ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið rosalega ertu heppinn að eiga svona góða konu :) Ég hefði ekkert á móti því ef e-r myndi hugsa svona um mig :( Leiðinlegt að sjá ykkur ekki á morgun (lau) en við sjáumst seinna. kveðja Ásta

Nafnlaus sagði...

hahahahaha:D Þetta er sko Hildur í hnotskurn...